Bandaríkjamenn töpuðu aftur

Serbía hafði betur gegn Bandaríkjunum.
Serbía hafði betur gegn Bandaríkjunum. AFP

Bandaríkin töpuðu sínum öðrum leik í röð er liðið mætti Serbíu á HM karla í körfubolta í Kína í dag. Bandaríkin spila því um sjöunda sætið og Serbía um fimmta sætið. Lokatölur urðu 94:89, Serbíu í vil. 

Serbía byrjaði með miklum látum og vann fyrsta leikhlutann 32:7. Bandaríkin svöruðu með 33:12-sigri í öðrum leikhluta og var staðan í hálfleik því 44:40. Leikurinn var æsispennandi í seinni hálfleik en að lokum höfðu Serbar betur. 

Bogdan Bogdanovic hélt áfram magnaðri spilamennsku sinni á mótinu og skoraði 28 stig og gaf sex stoðsendingar fyrir Serbíu og Vladimir Lucic skoraði 15 stig. Harrison Barnes skoraði 22 stig fyrir Bandaríkin og Kemba Walker 18. 

Sigurvegarinn úr leik Póllands og Tékklands mætir Serbíu í leik um fimmta sætið og tapliðið mætir Bandaríkjunum í leik um sjöunda sætið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert