Danero Thomas til Hveragerðis

Danero Thomas á landsliðsæfingu.
Danero Thomas á landsliðsæfingu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Körfuboltamaðurinn Danero Thomas er búinn að skrifa undir samning við Hamar, sem leikur í 1. deildinni. Gildir samningurinn út komandi leiktíð. Karfan.is greindi frá. 

Danero hefur leikið með ÍR, Þór Akureyri og Tindastóli á  undanförnum árum. Hann lék með Tindastóli á síðustu leiktíð og skoraði 13 stig, tók 6 fráköst og gaf 3 stoðsendingar að meðaltali í leik. 

Danero lék sína fyrstu landsleiki fyrir Ísland á síðasta ári. Hann hefur æft og spilað æfingaleiki með Hamri í haust og skoraði hann m.a 18 stig gegn Skallagrími á dögunum. 

mbl.is