Curry ætlar til Tókýó

Stephen Curry ætlar sér að keppa á Ólympíuleikunum á næsta ...
Stephen Curry ætlar sér að keppa á Ólympíuleikunum á næsta ári. AFP

Steph Curry, einn besti körfuboltamaður í heimi, ætlar sér að spila með bandaríska landsliðinu á Ólympíuleikunum í Tókýó á næsta ári. Bandaríkin enduðu óvænt í sjöunda sæti á HM í Kína fyrr í mánuðinum. 

„Planið er að fara til Tókýó, svo lengi sem ég meiðist ekki. Ég hef aldrei verið með á Ólympíuleikum, bara á heimsmeistaramótum. Ég vil prófa að upplifa Ólympíuleika og vonandi tekst það á næsta ári,“ sagði Curry í samtali við ESPN. 

Meira en 30 leikmenn úr NBA-deildinni gáfu ekki kost á sér fyrir HM í Kína. Af 35 leikmönnum sem voru valdir í fyrsta æfingahópinn, voru aðeins fjórir með á HM; Kemba Walker, Khris Middleton, Harrison Barnes og Myles Turner. 

mbl.is