Njarðvík sótti tvö stig í Breiðholtið

Evan Singletary úr ÍR leitar leiða framhjá Loga Gunnarssyni úr …
Evan Singletary úr ÍR leitar leiða framhjá Loga Gunnarssyni úr Njarðvík. mbl.is/Hari

Njarðvík sigraði ÍR 85:72 þegar liðin áttust við í 1. umferð Dominos-deildar karla í körfuknattleik á heimavelli ÍR í Seljaskóla í kvöld. 

Njarðvíkingar höfðu frumkvæðið nánast allan leikinn og sigur þeirra var sannfærandi því munurinn á liðunum var gjarnan í kringum tíu stigin. ÍR-ingum tókst ekki minnka muninn meira en í sjö stig í síðari hálfleik og Njarðvíkingar höfðu því yfirleitt góða stöðu. Þeir höfðu ágæta stjórn á leiknum og sigurinn var ekki í hættu á lokamínútunum. 

ÍR-ingar þurfa vafalítið tíma til að spila sig saman enda tefla þeir fram nýju liði. Sæþór Kristjánsson og Trausti Eiríksson eru einu mennirnir sem eitthvað komu við sögu að ráði á síðasta tímabili sem eru enn hjá ÍR. ÍR-ingar hittu aðeins þremur af tuttugu og þremur skotum sínum fyrir utan þriggja stiga línuna og ekki hjálpaði það til. 

Wayne Martin var sterkur undir körfunni hjá Njarðvík og skoraði einfaldar körfur.  Gerði hann 23 stig og tók 15 fráköst. Logi Gunnarsson og Kristinn Pálsson skiluðu mikilvægum þriggja stiga körfum af og til. 

Hjá ÍR var Búlgarinn Georgi Boyanov drjúgur og skoraði 27 stig. 

ÍR 72:85 Njarðvík opna loka
99. mín. skorar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert