Sárt að verða fyrir kynþáttaníði á Íslandi

Kinu Rochford í leik með Þór Þorlákshöfn gegn KR á …
Kinu Rochford í leik með Þór Þorlákshöfn gegn KR á síðustu leiktíð. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þær fréttir bárust í gær að Bandaríkjamaðurinn Kinu Rochford, körfuknattleiksmaður Hamars í Hveragerði, varð fyrir kynþáttaníð í leik gegn Sindra á Höfn í Hofnafirði í 1. deildinni um helgina.

Áhorfandi sem var á leiknum vakti athygli á þessu á samfélagsmiðlinum Twitter en Rochford sjálfur tjáði sig þar um málið og sagðist miður sín. „Þetta er sárt, ég gef mikið til Íslands og sé ekki hvort eitthvað sé svart eða hvítt. Þetta snýst um að vera atvinnumaður, það eru krakkar sem horfa upp til mín,“ skrifaði Rochford meðal annars á Twitter en körfuknattleiksdeild Sindra hefur einnig gefið út yfirlýsingu.

Þar segir að stjórn Sindra fordæmi atvikið sem átti sér stað og að málið verði rannsakað og viðeigandi aðilum meinaður aðgangur að leikjum félagsins til framtíðar. Yfirlýsingu Sindra má lesa í heild með því að smella hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert