Elvar Már og félagar úr leik í Evrópubikarnum

Elvar Már Friðriksson.
Elvar Már Friðriksson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Elvar Már Friðriksson og samherjar hans í sænska liðinu Borås Basket eru úr leik í Evrópubikarkeppni FIBA eftir tap gegn tyrkneska liðinu Pin­ar Kars­iyaka 78:58 í síðari viðureign liðanna í undankeppni Evrópubikarsins í Tyrklandi í kvöld.

Tyrkneska liðið hafði betur í báðum leikjunum og vann rimmuna samanlagt 155:128.

Elvar Már lék í tæpar 27 mínútur. Hann skoraði 10 stig, tók tvö fráköst og gaf tvær stoðsendingar. Elvar hitti aðeins úr þremur af 13 skotum innan teigs og úr þremur af átta þriggja stiga skotum sínum.

mbl.is