Góður sigur Stólanna í Ljónagryfjunni

Hart barist í leik Njarðvíkur og Tindastóls í kvöld.
Hart barist í leik Njarðvíkur og Tindastóls í kvöld. Ljósmynd/Skúli B. Sigurðsson

Tindastóll gerði góða ferð í Njarðvík í kvöld þegar liðið lagði heimamenn að velli 83:75 í 2. umferð Dominos-deildar karla í körfuknattleik í kvöld.

Staðan var jöfn í hálfleik 38:38 en Stólarnir náðu góðu áhlaupi í þriðja leikhlutanum sem þeir unnu 30:18 og þennan mun náðu heimamenn ekki að brúa.

Logi Gunnarsson var stigahæstur í liði Njarðvíkinga með 20 stig, Mario Matasovic skoraði 14 hjá Tindastóli og var stigahæstur með 21 stig og Jaka Brodnik var með 19 stig.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Njarðvík 75:83 Tindastóll opna loka
99. mín. skorar
mbl.is