Zion sýnir sig (myndskeið)

Zion Williamson.
Zion Williamson. AFP

Zion William­son sem valinn var fyrstur í nýliðavali NBA í sumar er byrjaður að sýna sig í undirbúningsleikjunum með liði sínu New Orleans Pelicans. 

Williamson átti ansi kraftmikla troðslu í leik gegn Chicago Bulls í gær eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði. 

Zion William­son er 19 ára og sló í gegn hjá hinu fræga liði Duke-háskólans í NCAA en síðasta vetur skoraði hann 23 stig að meðaltali fyrir liðið. Geysilega miklar væntingar eru til hans gerðar nú þegar hann er að hefja vegferð sína í NBA. 

 

 

mbl.is