Valur vann æsispennandi toppslag

Danielle Rodriguez sækir að körfu Vals í kvöld.
Danielle Rodriguez sækir að körfu Vals í kvöld. mbl.is/Hari

Valur vann 76:74-sigur á KR í 3. umferð Dominos-deildar kvenna í körfubolta á útivelli í kvöld í æsispennandi leik. KR komst yfir 34 sekúndum fyrir leikslok, 73:72, en eftir afar spennandi lokamínútur varð sigurinn Valskvenna.

Staðan, úrslit og næstu leikir í Dominos-deild kvenna

Þrefaldir meistarar Vals eru með fullt stig eftir þrjá leiki en KR, sem hafnaði í öðru sæti Íslandsmótsins á síðustu leiktíð, er með tvo sigra og eitt tap. 

Kiana Johnson skoraði 22 stig fyrir Val og Helena Sverrisdóttir gerði 21 stig. Danielle Rodriguez og Hildur Björg Kjartansdóttir skoruðu 17 stig hvor fyrir KR. 

Keflavík átti ekki í vandræðum með að sigra Breiðablik á heimavelli, 89:56. Staðan í hálfleik var 41:30 og vann Keflavík síðari hálfleikinn með miklum yfirburðum. Daniela Wallen skoraði 26 stig og tók 14 fráköst hjá Keflavík og Violet Morrow skoraði 26 stig og tók 12 fráköst fyrir Breiðablik. 

Haukar unnu gríðarlega sannfærandi sigur á Grindavík á útivelli, 100:56. Staðan í hálfleik var 43:27 og Haukar héldu áfram að bæta í allt til leiksloka. Þóra Kristín Jónsdóttir skoraði 17 stig og tók 10 fráköst í jöfnu liði Hauka og Sigrún Björg Ólafsdóttir skoraði 14 stig. Kamilah Jackson skoraði 16 stig fyrir Grindavík. 

Skallagrímur gerði góða ferð til Stykkishólms og vann Snæfell á útivelli, 68:54. Skallagrímur lagði grunninn að sigrinum með góðum fyrri hálfleik en staðan eftir hann var 41:27. Keira Robinson skoraði 26 stig og tók 9 fráköst fyrir Skallagrím. Chandler Smith skoraði 15 og tók 15 fráköst fyrir Snæfell. 

Staðan í Dominos-deild kvenna.
Staðan í Dominos-deild kvenna. mbl.is

 

Snæfell - Skallagrímur 54:68

Stykkishólmur, Úrvalsdeild kvenna, 16. október 2019.

Gangur leiksins:: 5:6, 7:8, 10:16, 12:17, 15:23, 21:27, 25:32, 27:41, 29:44, 38:48, 40:55, 42:55, 44:57, 44:59, 49:66, 54:68.

Snæfell: Chandler Smith 15/15 fráköst/3 varin skot, Emese Vida 13/9 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 8/7 fráköst, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 7/6 fráköst, Veera Annika Pirttinen 6, Rebekka Rán Karlsdóttir 3, Anna Soffía Lárusdóttir 2.

Fráköst: 31 í vörn, 10 í sókn.

Skallagrímur: Keira Breeanne Robinson 26/9 fráköst, Emilie Sofie Hesseldal 14/21 fráköst/6 stoðsendingar, Maja Michalska 9/5 fráköst, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 9/9 fráköst, Arnina Lena Runarsdottir 8, Ingibjörg Rósa Jónsdóttir 2.

Fráköst: 26 í vörn, 18 í sókn.

Dómarar: , Georgia Olga Kristiansen, Helgi Jónsson.

KR - Valur 74:76

DHL-höllin, Úrvalsdeild kvenna, 16. október 2019.

Gangur leiksins:: 5:7, 8:14, 13:17, 20:23, 24:28, 34:30, 35:34, 40:38, 43:40, 51:40, 56:47, 56:58, 58:64, 60:72, 69:72, 74:76.

KR: Danielle Victoria Rodriguez 17/7 fráköst/8 stoðsendingar, Hildur Björg Kjartansdóttir 17/13 fráköst/3 varin skot, Sanja Orazovic 16/12 fráköst, Margrét Kara Sturludóttir 7/7 fráköst, Unnur Tara Jónsdóttir 7, Perla Jóhannsdóttir 7, Sóllilja Bjarnadóttir 3.

Fráköst: 32 í vörn, 12 í sókn.

Valur: Kiana Johnson 22/7 fráköst, Helena Sverrisdóttir 21/8 fráköst/6 stoðsendingar, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 12, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 10, Hallveig Jónsdóttir 5, Guðbjörg Sverrisdóttir 4, Regina Palusna 2/6 fráköst.

Fráköst: 23 í vörn, 10 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Ísak Ernir Kristinsson, Friðrik Árnason.

Áhorfendur: 300

Keflavík - Breiðablik 89:56

Blue-höllin, Úrvalsdeild kvenna, 16. október 2019.

Gangur leiksins:: 5:0, 13:2, 17:5, 21:10, 26:19, 28:19, 35:21, 41:30, 49:30, 59:30, 62:34, 69:40, 72:42, 74:47, 80:49, 89:56.

Keflavík: Daniela Wallen Morillo 26/14 fráköst/5 stoðsendingar/6 stolnir, Þóranna Kika Hodge-Carr 15/7 fráköst, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 12/4 fráköst, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 9/9 fráköst/8 varin skot, Kamilla Sól Viktorsdóttir 9, Anna Ingunn Svansdóttir 6/4 fráköst, Irena Sól Jónsdóttir 5, Eydís Eva Þórisdóttir 3, Katla Rún Garðarsdóttir 2, Eva María Davíðsdóttir 2.

Fráköst: 31 í vörn, 12 í sókn.

Breiðablik: Violet Morrow 26/12 fráköst, Paula Anna Tarnachowicz 8/4 fráköst, Telma Lind Ásgeirsdóttir 7/5 fráköst, Þórdís Jóna Kristjánsdóttir 5, Eyrún Ósk Alfreðsdóttir 3/4 fráköst, Björk Gunnarsdótir 3, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 2, Melkorka Sól Péturdóttir 2.

Fráköst: 20 í vörn, 11 í sókn.

Dómarar: Leifur S. Garðarsson, Rögnvaldur Hreiðarsson, Sigurður Jónsson.

Áhorfendur: 120

Grindavík - Haukar 56:100

Mustad-höllin, Úrvalsdeild kvenna, 16. október 2019.

Gangur leiksins:: 2:2, 4:9, 8:13, 14:21, 14:28, 17:28, 20:40, 27:43, 27:45, 38:49, 41:55, 48:64, 48:74, 50:80, 52:88, 56:100.

Grindavík: Kamilah Tranese Jackson 16/15 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 14, Hrund Skúladóttir 11/6 fráköst, Natalía Jenný Lucic Jónsdóttir 8, Ólöf Rún Óladóttir 5/6 fráköst, Thea Ólafía lucic Jónsdóttir 2.

Fráköst: 20 í vörn, 9 í sókn.

Haukar: Þóra Kristín Jónsdóttir 17/10 fráköst/6 stoðsendingar/9 stolnir, Sigrún Björg Ólafsdóttir 14, Rósa Björk Pétursdóttir 12/8 fráköst, Bríet Lilja Sigurðardóttir 12, Seairra Barrett 11/5 fráköst, Lovisa Bjort Henningsdottir 10/8 fráköst, Jannetje Guijt 8, Auður Íris Ólafsdóttir 8, Stefanía Ósk Ólafsdóttir 4, Dýrfinna Arnardóttir 4.

Fráköst: 24 í vörn, 16 í sókn.

Dómarar: Jóhannes Páll Friðriksson, Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson, Ingi Björn Jónsson.

Áhorfendur: 150

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert