Tindastóll vann Stjörnuna

Pétur Rúnar Birgisson lék sinn fyrsta leik á tímabilinu með …
Pétur Rúnar Birgisson lék sinn fyrsta leik á tímabilinu með Tindastóli eftir meiðsli. mbl.is

Tindastóll hafði betur gegn Stjörnunni í Dominos-deild karla í körfuknattleik á Sauðárkróki í kvöld. Meistararnir í KR halda sínu striki og unnu nýliðana í Fjölni örugglega en fjórir leikir fóru fram í kvöld. 

Stjarnan var án Hlyns Bæringssonar og Stólarnir nýttu sér það. Þeir höfðu frumkvæðið á löngum köflum og náðu um tíma átján stiga forskoti. Tindastóll vann 93:81 og hefur liðið nú unnið tvo í röð eftir að hafa tapað fyrir Keflavík á heimavelli í fyrstu umferðinni. 

KR vann Fjölni 99:80 og hafa KR-ingar unnið alla leiki sína til þessa. 

Þórsararnir í Þór Þorlákshöfn og Þór Akureyri áttust við í Þorlákshöfn og úr varð spennandi viðureign þar sem heimamenn höfðu betur 85:81. Fyrsti sigur Þórsara frá Þorlákshöfn en Þórsarar frá Akureyri eru án sigurs. 

Fjölnir - KR 80:99

Dalhús, Úrvalsdeild karla, 17. október 2019.

Gangur leiksins:: 7:7, 13:13, 23:20, 28:25, 30:35, 33:38, 43:40, 45:47, 48:53, 50:57, 54:66, 62:70, 64:77, 68:90, 78:93, 80:99.

Fjölnir: Jere Vucica 20/9 fráköst, Srdan Stojanovic 18/5 fráköst, Viktor Lee Moses 14/5 fráköst, Róbert Sigurðsson 12/8 fráköst/11 stoðsendingar, Egill Agnar Októsson 8, Hlynur Logi Ingólfsson 8/4 fráköst.

Fráköst: 24 í vörn, 8 í sókn.

KR: Michael Craion 25/11 fráköst, Jón Arnór Stefánsson 19/7 fráköst, Jakob Örn Sigurðarson 14, Matthías Orri Sigurðarson 13/6 fráköst/8 stoðsendingar, Brynjar Þór Björnsson 11, Kristófer Acox 9/4 fráköst, Helgi Már Magnússon 5/5 fráköst, Sigurður Á. Þorvaldsson 3.

Fráköst: 31 í vörn, 6 í sókn.

Dómarar: Leifur S. Gardarsson, Gunnlaugur Briem, Sigurður Jónsson.

Þór Þorlákshöfn - Þór Akureyri 85:81

Icelandic Glacial höllin, Úrvalsdeild karla, 17. október 2019.

Gangur leiksins:: 5:3, 22:15, 22:17, 24:19, 31:19, 34:31, 38:41, 45:45, 49:49, 51:53, 57:64, 61:64, 70:68, 75:74, 80:79, 85:81.

Þór Þorlákshöfn: Vincent Terrence Bailey 26/10 fráköst, Emil Karel Einarsson 22/6 fráköst, Marko Bakovic 15/12 fráköst/3 varin skot, Vladimir Nemcok 11/7 stoðsendingar, Ragnar Örn Bragason 6, Davíð Arnar Ágústsson 2, Halldór Garðar Hermannsson 2, Styrmir Snær Þrastarson 1.

Fráköst: 25 í vörn, 9 í sókn.

Þór Akureyri: Hansel Giovanny Atencia Suarez 36/5 fráköst/5 stoðsendingar, Jamal Marcel Palmer 17/4 fráköst, Mantas Virbalas 14/11 fráköst, Pablo Hernandez Montenegro 5/11 fráköst, Júlíus Orri Ágústsson 4, Baldur Örn Jóhannesson 3, Erlendur Ágúst Stefánsson 2.

Fráköst: 28 í vörn, 6 í sókn.

Dómarar: Ísak Ernir Kristinsson, Rögnvaldur Hreiðarsson, Jakob Árni Ísleifsson.

Tindastóll - Stjarnan 93:81

Sauðárkrókur, Úrvalsdeild karla, 17. október 2019.

Gangur leiksins:: 2:5, 9:11, 14:15, 26:20, 31:23, 37:30, 46:33, 50:38, 58:44, 60:45, 66:53, 67:57, 73:62, 76:72, 83:76, 93:81.

Tindastóll: Gerel Simmons 35, Sinisa Bilic 24/7 fráköst, Axel Kárason 9, Jaka Brodnik 9/5 fráköst, Jasmin Perkovic 7/5 fráköst, Hannes Ingi Másson 6, Pétur Rúnar Birgisson 2, Helgi Rafn Viggósson 1/6 fráköst.

Fráköst: 22 í vörn, 10 í sókn.

Stjarnan: Nikolas Tomsick 25/5 stoðsendingar, Jamar Bala Akho 14/8 fráköst, Kyle Johnson 13, Ægir Þór Steinarsson 9/6 fráköst/8 stoðsendingar, Tómas Þórður Hilmarsson 9/15 fráköst, Arnþór Freyr Guðmundsson 3, Dúi Þór Jónsson 3, Ágúst Angantýsson 3, Ingimundur Orri Jóhannsson 2.

Fráköst: 24 í vörn, 14 í sókn.

Dómarar: Kristinn Óskarsson, Aðalsteinn Hjartarson, Davíð Kristján Hreiðarsson.

Áhorfendur: 453

Haukar - Grindavík 97:93

Ásvellir, Úrvalsdeild karla, 17. október 2019.

Gangur leiksins:: 7:7, 13:16, 21:18, 24:25, 27:28, 38:35, 46:40, 54:47, 59:50, 60:56, 65:61, 75:69, 84:74, 87:77, 90:90, 97:93.

Haukar: Gerald Robinson 24/11 fráköst, Kári Jónsson 20/4 fráköst/7 stoðsendingar, Hjálmar Stefánsson 15/6 fráköst, Flenard Whitfield 12/9 fráköst, Yngvi Freyr Óskarsson 10, Haukur Óskarsson 8/5 stoðsendingar, Emil Barja 4/4 fráköst/10 stoðsendingar, Gunnar Ingi Harðarson 4/4 fráköst.

Fráköst: 33 í vörn, 8 í sókn.

Grindavík: Dagur Kár Jónsson 22/7 stoðsendingar, Sigtryggur Arnar Björnsson 20/5 fráköst/7 stoðsendingar, Jamal K Olasawere 18/4 fráköst, Ólafur Ólafsson 12/4 fráköst, Valdas Vasylius 11/10 fráköst, Ingvi Þór Guðmundsson 10/4 fráköst/8 stoðsendingar.

Fráköst: 26 í vörn, 4 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Davíð Tómas Tómasson, Aron Rúnarsson.

Áhorfendur: 103

Friðrik Ingi Rúnarsson stýrði Þór Þ. til sigurs í kvöld.
Friðrik Ingi Rúnarsson stýrði Þór Þ. til sigurs í kvöld. mbl.is/Hari
mbl.is