Fyrsti sigur ÍR kom gegn taplausum Valsmönnum

Collinn Pryor skýtur að körfu Vals í kvöld.
Collinn Pryor skýtur að körfu Vals í kvöld. mbl.is/Hari

ÍR vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu í Dominos-deild karla í körfubolta er liðið lagði Val á heimavelli, 99:90. Tapið er það fyrsta hjá Val á tímabilinu. 

Valsmenn byrjuðu af miklum krafti og voru yfir eftir fyrsta 26:19. Valsmenn voru með yfirhöndina áfram í öðrum og þriðja leikhluta og komust mest tólf stigum yfir.

Staðan fyrir fjórða og síðasta leikhlutann var 78:72, Val í vil. ÍR-ingar unnu hins vegar fjórða leikhlutann 27:12 og tryggðu sér góðan sigur. 

Georgi Boyanov og Evan Singletary skoruðu 27 stig hvor fyrir ÍR og Christopher Jones skoraði 25 stig fyrir Val. 

ÍR - Valur 99:90

Hertz Hellirinn - Seljaskóli, Úrvalsdeild karla, 18. október 2019.

Gangur leiksins:: 2:7, 8:16, 14:22, 19:26, 25:29, 29:36, 35:44, 44:52, 53:58, 61:66, 65:73, 72:78, 80:78, 86:83, 92:86, 99:90.

ÍR: Evan Christopher Singletary 27/7 fráköst/5 stoðsendingar, Georgi Boyanov 27/13 fráköst, Collin Pryor 16/4 fráköst, Florijan Jovanov 13/4 fráköst, Sæþór Elmar Kristjánsson 13/4 fráköst, Daði Berg Grétarsson 3.

Fráköst: 24 í vörn, 9 í sókn.

Valur: Christopher Rasheed Jones 25, Frank Aron Booker 17/4 fráköst, Austin Magnus Bracey 14, Pavel Ermolinskij 14/9 fráköst, Ragnar Agust Nathanaelsson 10/6 fráköst, Illugi Auðunsson 5, Benedikt Blöndal 3, Illugi Steingrímsson 2/6 fráköst.

Fráköst: 17 í vörn, 12 í sókn.

Dómarar: Kristinn Óskarsson, Davíð Kristján Hreiðarsson, Helgi Jónsson.

Áhorfendur: 114

ÍR 99:90 Valur opna loka
99. mín. skorar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert