Keflavík vann spennandi grannaslag

Keflvíkingurinn Deane Williams skýtur að körfu Njarðvíkur í kvöld.
Keflvíkingurinn Deane Williams skýtur að körfu Njarðvíkur í kvöld. Ljósmynd/Skúli B. Sigurðsson

Keflavík hafði betur gegn Njarðvík, 88:84, á heimavelli sínum í 3. umferð Dominos-deildar karla í körfubolta í sveiflukenndum leik í kvöld. 

Keflavík náði mest 16 stiga forskoti en Njarðvík neitaði að gefast upp og urðu lokamínúturnar spennandi. 

Dominykas Milka skoraði 24 stig fyrir Keflavík og Deane Williams 20 stig. Wayne Martin skoraði 20 stig fyrir Njarðvík og Mario Matasovic gerði 19 stig. 

Keflavík hefur unnið alla þrjá leiki sína til þessa en Njarðvík hefur unnið einn leik og tapað tveimur. 

Keflavík - Njarðvík 88:84

Blue-höllin, Úrvalsdeild karla, 18. október 2019.

Gangur leiksins:: 2:4, 7:11, 17:13, 26:19, 34:21, 36:28, 42:33, 50:36, 54:42, 56:46, 63:48, 71:56, 73:62, 75:72, 83:75, 88:84.

Keflavík: Dominykas Milka 24/11 fráköst, Deane Williams 20/13 fráköst/4 varin skot, Khalil Ullah Ahmad 19/5 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 8/10 stoðsendingar, Reggie Dupree 7, Andrés Ísak Hlynsson 6/4 fráköst, Magnús Már Traustason 4.

Fráköst: 26 í vörn, 9 í sókn.

Njarðvík: Wayne Ernest Martin Jr. 20/10 fráköst, Mario Matasovic 19/10 fráköst, Maciek Stanislav Baginski 14, Logi Gunnarsson 9, Kristinn Pálsson 8/6 fráköst, Evaldas Zabas 7, Ólafur Helgi Jónsson 7.

Fráköst: 21 í vörn, 14 í sókn.

Dómarar: Leifur S. Gardarsson, Jóhannes Páll Friðriksson, Rögnvaldur Hreiðarsson.

Áhorfendur: 700

Keflavík 88:84 Njarðvík opna loka
99. mín. skorar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert