Nýta hæðarmismun og hugleiðslu

Pétur Rúnar Birgisson er mikilvægur hlekkur í mikið breyttu liði …
Pétur Rúnar Birgisson er mikilvægur hlekkur í mikið breyttu liði Tindastóls sem hann segir að stefni ótrautt á meistaratitilinn í vetur. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

„Það eru forréttindi að vera úr litlum bæ og geta alltaf keppt um titilinn með sínu heimaliði,“ segir Pétur Rúnar Birgisson, 23 ára leikmaður Tindastóls. Sauðkrækingar hafa í vetur, líkt og nær allan meistaraflokksferil Péturs, á að skipa afar öflugum leikmannahópi sem ætlar sér að berjast um titlana á þessari körfuboltaleiktíð.

Pétur lék sinn fyrsta leik á tímabilinu í fyrrakvöld í sigri á Stjörnunni, en hásinarmeiðsli héldu honum frá keppni í fyrstu tveimur leikjunum; tapi gegn Keflavík og sigri á Njarðvík. Eftir að hafa óvænt fallið út í 8-liða úrslitum Dominos-deildarinnar í fyrra er lið Tindastóls gjörbreytt, með fjóra nýja erlenda leikmenn og nýtt þjálfarateymi, en Pétur segir Stólana líta á sig sem meistarakandídata:

„Klárlega. Ég held að allir í liðinu geri það. Við getum farið alla leið með þetta en það er aftur á móti langur vegur framundan, og núna snýst þetta bara um að bæta sig dag frá degi. Okkur finnst við vera með mjög sterkan hóp og það sýndi sig í gær [fyrrakvöld] þegar við unnum liðið sem spáð er í 2. sæti.“

Sjá viðtal við Pétur Rúnar í heild og umfjöllun um lið Tindastóls í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert