Efnilegur 16 ára skrifaði undir hjá Stjörnunni

Orri Gunnarsson.
Orri Gunnarsson. Ljósmynd/Stjarnan

Orri Gunnarsson skrifaði á dögunum undir samning við körfuknattleiksdeild Stjörnunnar en hann hefur vakið mikla athygli á árinu fyrir frammistöðu sína með U16 ára landsliði Íslands.

Orri varð bikarmeistari í sínum árgangi og var lykilmaður í U16 ára landsliðinu sem hafnaði í 15. sæti á Evrópumótinu í Podogorica í Svartfjallalandi í haust. Hann hefur vakið athygli erlendra liða og var meðal annars boðið til tveggja sterka þýskra liða í haust til reynslu.

mbl.is