Njarðvík lagði Fjölni í framlengingu

Erna Freydís Traustadóttir skoraði 15 stig fyrir Njarðvík í kvöld.
Erna Freydís Traustadóttir skoraði 15 stig fyrir Njarðvík í kvöld. Haraldur Jónasson/Hari

Njarðvík hafði betur gegn Fjölni, 71:61, í framlengdum leik í Njarðtaks-gryfjunni í 1. deild kvenna í körfuknattleik í kvöld. Á sama tíma vann ÍR 55:45-útisigur gegn Hamri en Njarðvík og ÍR eru í toppsætunum tveimur.

Leikurinn í Njarðvík var hnífjafn lengst af en gestirnir voru með sjö stiga forystu fyrir fjórða leikhlutann, 50:43. Heimakonur færðu sig upp á skaftið undir lok leiks til að kreista fram framlengingu en lokatölur eftir venjulegan leiktíma voru 58:58. Fjölnir gat aðeins skorað þrjú stig í framlengingunni og mátti því að lokum þola 71:61 tap í spennuleik. Vilborg Jónsdóttir skoraði 23 stig fyrir heimakonur og tók tíu fráköst en Heiða Hlín Björnsdóttir átti stórleik fyrir Fjölni, skoraði 30 stig og tók sjö fráköst.

ÍR, sem eins og Njarðvík hefur unnið þrjá og tapað einum á tímabilinu, var ekki í vandræðum með Hamar í Hveragerði. Staðan var orðin 19:6 fyrir gestina eftir fyrsta leikhluta og 37:16 í hálfleik. Arndís Þóra Þórisdóttir skoraði 11 stig fyrir ÍR og tók átta fráköst en næst var Nína Jenný Kristjánsdóttir með tíu stig og fjögur frákost.

Hamar - ÍR 34:55

Hveragerði, 1. deild kvenna, 22. október 2019.

Gangur leiksins:: 0:4, 6:10, 6:17, 6:19, 6:19, 8:25, 12:31, 16:37, 18:37, 20:41, 20:43, 22:45, 25:45, 28:48, 30:55, 34:55.

Hamar: Gígja Marín Þorsteinsdóttir 7/4 fráköst, Jenný Harðardóttir 6/6 fráköst, Álfhildur E. Þorsteinsdóttir 3/10 fráköst, Margrét Lilja Thorsteinson 3, Rannveig Reynisdóttir 3, Una Bóel Jónsdóttir 3, Perla María Karlsdóttir 3, Bjarney Sif Ægisdóttir 2, Dagrún Inga Jónsdóttir 2, Þórunn Bjarnadóttir 2/6 fráköst.

Fráköst: 22 í vörn, 11 í sókn.

ÍR: Arndís Þóra Þórisdóttir 11/8 fráköst, Nína Jenný Kristjánsdóttir 10/4 fráköst, Anika Linda Hjálmarsdóttir 8, Hrafnhildur Magnúsdóttir 7/6 fráköst, Sólrún Sæmundsdóttir 6/5 fráköst, Sigurbjörg Rós Sigurðardóttir 4, Jóhanna Herdís Sævarsdóttir 4/6 fráköst, Særós Gunnlaugsdóttir 2/5 fráköst, Birna Eiríksdóttir 2, Sigríður Antonsdóttir 1.

Fráköst: 23 í vörn, 18 í sókn.

Dómarar: Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson, Agnar Guðjónsson.

Áhorfendur: 45

Njarðvík - Fjölnir 71:61

Njarðtaks-gryfjan, 1. deild kvenna, 22. október 2019.

Gangur leiksins:: 3:5, 6:7, 8:9, 12:13, 16:13, 20:20, 24:23, 30:28, 32:35, 32:43, 37:46, 43:50, 45:53, 51:53, 53:56, 58:58, 63:60, 71:61.

Njarðvík: Vilborg Jónsdóttir 23/10 fráköst, Lára Ösp Ásgeirsdóttir 18/8 fráköst, Erna Freydís Traustadóttir 15/5 fráköst, Jóhanna Lilja Pálsdóttir 6, Eva María Lúðvíksdóttir 4, Sigurveig Sara Guðmundsdóttir 2/6 fráköst, Ása Böðvarsdóttir-Taylor 2, Helena Rafnsdóttir 1/8 fráköst.

Fráköst: 31 í vörn, 10 í sókn.

Fjölnir: Heiða Hlín Björnsdóttir 30/7 fráköst, Fanney Ragnarsdóttir 12/5 fráköst, Stefanía Ósk Ólafsdóttir 6, Hulda Ósk Bergsteinsdóttir 5/5 fráköst, Fanndís María Sverrisdóttir 4/7 fráköst, Magdalena Gísladóttir 4/6 fráköst.

Fráköst: 25 í vörn, 6 í sókn.

Dómarar: Ingi Björn Jónsson, Hjörleifur Ragnarsson.

Áhorfendur: 149

mbl.is