Skallagrímur rekur þjálfarann eftir þrjá leiki

Manuel Rodriguez hefur verið rekinn frá Skallagrími eftir aðeins þrjá ...
Manuel Rodriguez hefur verið rekinn frá Skallagrími eftir aðeins þrjá leiki. Ljósmynd/Stella Andrea

Körfuknattleiksdeild Skallagríms rak í dag spænska þjálfarann Manuel Rodriguez en hann þjálfaði meistaraflokk karla. Rodriguez þjálfaði Skallagrím aðeins í þrjá leiki. 

Rodriguez tók við liðinu af Finni Jónssyni fyrir tímabilið, en Skallagrímur féll úr efstu deild á síðustu leiktíð. Tímabilið hefur farið hörmulega af stað í 1. deildinni og er Skallagrímur stigalaus í botnsætinu. 

Spánverjinn þjálfaði kvennalið Skalla­gríms í tvö ár. Á fyrra ár­inu kom hann liðinu upp um deild og á seinna ár­inu hafnaði liðið í þriðja sæti Dom­in­os-deild­ar­inn­ar ásamt því að kom­ast í bikar­úr­slit og undanúr­slit í úr­slita­keppn­inni.

mbl.is