„Vá, hvað við erum góðar“

Helena Sverrisdóttir, leikmaður Vals.
Helena Sverrisdóttir, leikmaður Vals. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það býr rosalega mikið í þessu liði og maður fann það strax í haust hvað maður var spenntur yfir því að vera partur af svo góðu liði. „Sky is the limit“ fyrir okkur en mér finnst við ennþá vera langt niðri á jörðinni miðað við hvað við getum,“ segir Helena Sverrisdóttir, landsliðskona í körfubolta, um lið sitt Val.

Valur er handhafi allra titla eftir fullkomið tímabil síðasta vetur og þrátt fyrir breytingar á liðinu í sumar hefur Valur unnið alla fimm leiki sína til þessa í Dominos-deildinni. Segja má að tímabilið hafi byrjað með æfingaferð til Spánar þar sem liðið mætti meðal annars rússneska liðinu Ekaterinburg sem unnið hefur Euroleague tvö síðustu ár, og vann svo glæstan sigur gegn Barcelona.

„Ég man ekki eftir að hafa tekið þátt í svona góðri liðsframmistöðu. Við spiluðum geggjaða vörn og unnum leikinn með 40 stiga mun, og eftir þennan leik voru bara allir á bleiku skýi að hugsa með sér; „vá, hvað við erum góðar“. Það er mjög sérstakt að það gerist strax í þriðja leik okkar saman sem lið. En mér finnst við ekki hafa náð að sýna þessa frammistöðu í deildinni og ég held að við vitum allar að það býr meira í okkur,“ segir Helena. Ferðin til Spánar var að hluta til farin sem sárabót vegna þess að Valur ákvað að draga lið sitt úr Evrópubikarnum: „Við drógum okkur úr keppni vegna skorts á peningum. Þegar við skráðum okkur gat FIBA ekki gefið okkur svar um hvort við færum í umspil eða beint í keppnina, svo að leikirnir gátu allt eins orðið tveir eða átta og jafnvel við lið frá Rússlandi, með tilheyrandi kostnaði. Auðvitað hefðum við leikmenn samt viljað vera með,“ segir Helena.

Sjá ítarlega umfjöllun um lið Vals á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert