Dregið í bikarnum - Stefnir í tvöfaldan slag um Reykjanesbæ

KR og Grindavík mætast í 16-liða úrslitunum.
KR og Grindavík mætast í 16-liða úrslitunum. mbl.is/Hari

Grindavík tekur á móti Íslandsmeisturum KR í 16-liða úrslitum Geysisbikars karla í körfubolta og hjá konunum ber hæst leik Snæfells og meistara Vals í Stykkishólmi.

Dregið var í hádeginu í dag en enn á eftir að útkljá eina rimmu í 32-liða úrslitum karla því Keflavík og B-lið Þórs Akureyri mætast á föstudag. Ef ekkert gríðarlega óvænt kemur upp á mætast Njarðvík og Keflavík í forvitnilegum Suðurnesjaslag, en félögin drógust einmitt saman í bikarkeppni kvenna.

Hjá konunum eru 12 lið eftir í keppninni og sitja því fjögur hjá í 16-liða úrslitunum. Það eru lið Breiðabliks, ÍR, Grindavíkur og Skallagríms sem verða því með í 8-liða úrslitunum.

Áætlað er að leikir í 16-liða úrslitum karla og kvenna fari fram dagana 5.-7. desember.

16-liða úrslit kvenna:
Njarðvík – Keflavík
Tindastóll – Haukar
Snæfell – Valur
Fjölnir – KR

16-liða úrslit karla:
Þór Þ. – Þór Ak.
Grindavík – KR
Vestri – Fjölnir
Stjarnan – Reynir S.
Tindastóll – Álftanes
Valur – Breiðablik
Sindri – Ármann
Njarðvík – Keflavík eða B-lið Þórs Ak.

Valskonur eiga titil að verja í bikarkeppninni líkt og í …
Valskonur eiga titil að verja í bikarkeppninni líkt og í öðrum keppnum. mbl.is/Eggert
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert