KR gerði góða ferð til Stykkishólms

KR fór upp að hlið Vals með sigri á Snæfelli.
KR fór upp að hlið Vals með sigri á Snæfelli. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

KR vann öruggan 81:57-sigur á Snæfelli í Dominos-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 20:15 og bætti KR í forskotið eftir því sem leið á leikinn. 

Staðan í hálfleik var 42:30 og var aldrei spurning hvort liðið bæri sigur úr býtum í seinni hálfleik. 

Sanja Orazovic skoraði 24 stig og Danielle 15 fyrir KR. Gunnhildur Gunnarsdóttir skoraði 16 stig fyrir Snæfell og tók 12 fráköst. Emese Vida gerði 14 stig. 

Með sigrinum fór KR upp að hlið Vals í toppsæti deildarinnar en Valur á leik til góða við Hauka annað kvöld. 

Snæfell - KR 57:81

Stykkishólmur, Úrvalsdeild kvenna, 5. nóvember 2019.

Gangur leiksins:: 4:6, 8:11, 15:17, 15:20, 19:20, 25:25, 28:36, 30:42, 38:55, 38:58, 44:60, 48:67, 51:67, 53:74, 55:79, 57:81.

Snæfell: Gunnhildur Gunnarsdóttir 16/12 fráköst, Emese Vida 14/17 fráköst, Veera Annika Pirttinen 7, Anna Soffía Lárusdóttir 7, Chandler Smith 5, Rebekka Rán Karlsdóttir 4, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 3, Tinna Guðrún Alexandersdóttir 1.

Fráköst: 27 í vörn, 13 í sókn.

KR: Sanja Orazovic 24/8 fráköst, Danielle Victoria Rodriguez 15/5 fráköst/6 stoðsendingar, Sóllilja Bjarnadóttir 11, Perla Jóhannsdóttir 8, Ástrós Lena Ægisdóttir 8, Margrét Kara Sturludóttir 7/6 fráköst, Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir 4, Margrét Blöndal 2, Unnur Tara Jónsdóttir 2/7 fráköst.

Fráköst: 30 í vörn, 6 í sókn.

Dómarar: Aðalsteinn Hjartarson.

mbl.is