Ekkert fær Valskonur stöðvað

Kiana Johnson sækir að körfu Hauka í kvöld. Rósa Björk …
Kiana Johnson sækir að körfu Hauka í kvöld. Rósa Björk Pétursdóttir er til varnar. mbl.is/Árni Sæberg

Valur er enn með fullt hús stiga á toppi Dominos-deildar kvenna í körfubolta eftir 74:57-útisigur á Haukum í sjöttu umferðinni í dag.

Jafnræði var með liðunum framan af og var staðan 23:23 þegar annar leikhluti var hálfnaður. Þá skoraði Valur 19 af næstu 24 stigum og voru Haukar ekki líklegir til að jafna eftir það. 

Kiana Johnson skoraði 21 stig fyrir Val og Hallveig Jónsdóttir gerði 15 stig. Rósa Björk Pétursdóttir gerði 18 stig fyrir Hauka sem eru með fjóra sigra og tvö töp. 

Skallagrímur vann 60:48-sigur á Breiðabliki á heimavelli. Staðan í hálfleik var 34:24, Breiðabliki í vil, en Skallagrímur var mun sterkari aðilinn í seinni hálfleik. 

Keira Robinson var langbesti leikmaður vallarins með 33 stig fyrir Skallagrím. Violet Morrow gerði 17 fyrir Breiðablik. Skallagrímur er með átta stig en Breiðablik er án stiga. 

Keflavík vann 80:76-sigur á Grindavík í grannaslag í Grindavíkinni. Keflavík var yfir allan leikinn og var sigurinn verðskuldaður. Keflavík er með sex stig en Grindavík er án stiga. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert