Gamall Þórsari á leið til Njarðvíkur

Chaz Williams verst í leik með Þór Þ.
Chaz Williams verst í leik með Þór Þ. mbl.is/Kristinn Magnússon

Bandaríski körfuboltamaðurinn Chaz Williams mun ganga í raðir Njarðvíkur á næstu dögum. Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur, þekkir Williams vel en hann þjálfaði hann hjá Þór Þ. fyrir tveimur árum. Vísir.is greindi frá. 

Wayne Martin mun ekki yfirgefa herbúðir Njarðvíkur heldur munu Bandaríkjamennirnir skipta með sér mínútum. Williams lék síðast í Póllandi en hefur einnig leikið í Tyrklandi, Sviss og Finnlandi. 

Williams skoraði tæplega 16 stig, tók 4,3 fráköst og gaf 4,8 stoðsendingar í átta leikjum með Þór tímabilið 2017-2018. 

mbl.is