Jafnræði körfuboltaleikmanna á Íslandi

Mario Matasovic er frá Króatíu.
Mario Matasovic er frá Króatíu. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Eftirlitsstofnun Fríverslunarsamtaka Evrópu lokaði í dag máli í tengslum við reglur um hámark fjölda erlendra körfuboltaleikmanna sem heimilt er að taka þátt í opinberum keppnisleikjum á Íslandi.

Aðeins einn erlendur leikmaður mátti vera á vellinum í einu í opinberum keppnisleikjum, þar til í ágúst í fyrra. ESA fékk kvörtun vegna þessara reglna og komst að þeirri niðurstöðu að takmörkun af þessu tagi takmarki frjálst flæði vinnuafls og leiði til mismununar.

Körfuknattleikssambandið (KKÍ) ákvað að breyta kerfinu. EES ríkisborgarar eru nú undanþegnir reglunni og hafa sömu réttindi og íslenskir ríkisborgarar þegar kemur að leikmannavali í opinberlega skipulögðum körfuknattleikjum.
 
ESA hefur komist að þeirri niðurstöðu að þessar breytingar tryggi jafnræði ríkisborgara EES, að þeir njóti jafnræðis og ferðafrelsis á EES svæðinu til jafns við aðra EES borgara, og hefur því lokað málinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert