Mikil viðurkenning

Jón Axel Guðmundsson hefur staðið sig afar vel í bandaríska …
Jón Axel Guðmundsson hefur staðið sig afar vel í bandaríska háskólaboltanum. Hér er hann í landsleik gegn Sviss í ágúst. mbl.is/Kristinn Magnúss.

Jón Axel Guðmundsson, landsliðsmaður í körfuknattleik, er talsvert í umræðunni vestan hafs nú þegar hans síðasta tímabil í NCAA, bandaríska háskólakörfuboltanum, er að hefjast. Eins og lesendur Morgunblaðsins þekkja leikur Jón með Davidson í Norður-Karólínuríki. Liðinu sem Íslandsvinurinn Stephen Curry lék með á sínum háskólaárum áður en hann fór í NBA.

Jón fékk í gær mikla viðurkenningu þegar hann var einn þeirra fimmtíu leikmanna sem líklegastir þykja til að geta hlotið nafnbótina leikmaður ársins í NCAA næsta vor.

Um er að ræða hin kunnu Naismith-verðlaun sem margir frægustu leikmenn sögunnar hafa fengið í gegnum tíðina fyrir frammistöðu sína í háskólaboltanum.

Sjá ítarlega fréttaskýringu á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »