Sannfærandi sigur Hauka á ÍR

Haukar unnu sannfærandi sigur á ÍR.
Haukar unnu sannfærandi sigur á ÍR. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Haukar unnu sannfærandi 101:82-sigur á ÍR á heimavelli í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld. Haukar náðu forskoti strax í fyrsta leikhluta og bættu í það út allan leikinn. 

Gerald Robinson, sem spilaði með ÍR á síðustu leiktíð, skoraði 20 stig fyrir Hauka, eins og Flenard Whitfield. Collin Pryor og Evan Singletary skoruðu 23 stig hvor fyrir ÍR. 

Með sigrinum fóru Haukar upp í fjórða sæti og átta stig, en ÍR er með sex stig í sætinu fyrir neðan. 

Keflavík er enn með fullt hús stiga eftir 95:80-útisigur á Þór. Leikurinn var jafn og spennandi þangað til í fjórða leikhlutanum er Keflvíkingar sigu fram úr.

Khalil Ahmad skoraði 30 stig fyrir Keflavík og Hansel Atencia gerði 30 stig fyrir Þór. Þórsarar eru enn án stiga. 

Haukar - ÍR 101:82

Ásvellir, Urvalsdeild karla, 07. nóvember 2019.

Gangur leiksins:: 5:6, 14:12, 24:15, 29:22, 37:30, 40:34, 51:42, 59:45, 64:50, 69:51, 74:54, 83:58, 87:60, 92:67, 95:78, 101:82.

Haukar: Gerald Robinson 20/11 fráköst, Flenard Whitfield 20/8 fráköst, Kári Jónsson 17/8 stoðsendingar, Haukur Óskarsson 15, Emil Barja 13/5 fráköst/4 varin skot, Hjálmar Stefánsson 5/5 fráköst, Þorkell Jónsson 5, Gunnar Ingi Harðarson 3/4 fráköst, Kjartan Helgi Steinþórsson 3.

Fráköst: 24 í vörn, 16 í sókn.

ÍR: Collin Pryor 23/9 fráköst, Evan Christopher Singletary 22/8 stoðsendingar, Georgi Boyanov 18/6 fráköst, Florijan Jovanov 8/4 fráköst, Hafliði Jökull Jóhannesson 3, Sæþór Elmar Kristjánsson 3/5 fráköst, Trausti Eiríksson 3, Arnór Hermannsson 2.

Fráköst: 21 í vörn, 7 í sókn.

Dómarar: Kristinn Óskarsson, Aðalsteinn Hjartarson, Johann Gudmundsson.

Áhorfendur: 199

Þór Akureyri - Keflavík 80:95

Höllin Ak, Urvalsdeild karla, 07. nóvember 2019.

Gangur leiksins:: 8:8, 18:13, 23:22, 25:23, 29:27, 29:37, 35:41, 37:48, 44:50, 46:65, 53:67, 66:71, 71:78, 73:83, 78:90, 80:95.

Þór Akureyri: Hansel Giovanny Atencia Suarez 30/5 stolnir, Jamal Marcel Palmer 17/8 fráköst, Pablo Hernandez Montenegro 17/5 fráköst, Kolbeinn Fannar Gíslason 8, Júlíus Orri Ágústsson 3, Erlendur Ágúst Stefánsson 3/4 fráköst, Baldur Örn Jóhannesson 2.

Fráköst: 22 í vörn, 5 í sókn.

Keflavík: Khalil Ullah Ahmad 30, Dominykas Milka 23/15 fráköst/5 varin skot, Magnús Már Traustason 14/5 fráköst, Deane Williams 14/10 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 10/4 fráköst/13 stoðsendingar, Andrés Ísak Hlynsson 2/7 fráköst, Reggie Dupree 2.

Fráköst: 31 í vörn, 14 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Jóhannes Páll Friðriksson, Friðrik Árnason.

Áhorfendur: 260

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert