Sigurður með slitið krossband

Sigurður Gunnar Þorsteinsson leikur ekki meira með ÍR á leiktíðinni.
Sigurður Gunnar Þorsteinsson leikur ekki meira með ÍR á leiktíðinni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Körfuboltamaðurinn Sigurður Gunnar Þorsteinsson leikur ekki meira með ÍR á tímabilinu þar sem hann er með slitið krossband í hné. Sigurður lék aðeins níu mínútur með ÍR á leiktíðinni áður en hann meiddist. RÚV greinir frá. 

Sigurður var lykilmaður hjá ÍR á síðustu leiktíð áður en hann gekk í raðir Orchies í Frakklandi í sumar. Sigurður rifti hins vegar samningi sínum við franska liðið og samdi í kjölfarið við ÍR á nýjan leik. 

Leikmaðurinn meiddist hins vegar í sínum fyrsta leik með ÍR á leiktíðinni er liðið mætti Þór Akureyri á útivelli. 

mbl.is