Það hrynur allt hjá okkur

Dagur Kár Jónsson var að vonum vonsvikinn líkt og liðsfélagar hans í Grindavík í kvöld þegar hann mætti í viðtal eftir tap gegn Stjörnunni í Dominos-deild karla.

Dagur sagði sína menn ekki hafa verið nægilega góða á lokakafla leiksins og að liðið þurfi að halda haus allt til enda. Dagur sagði Daníel þjálfara liðsins hafa ærna ástæðu til að vera óánægður með kvöldið. 

Dagur sagðist ekki vita skýringuna á því að leikur liðsins hafi hrunið svo illilega á lokakaflanum. Dagur talaði um að varnarleikur liðsins hafi ekki verið nægilega sterkur og að ekki sé nóg að spila aðeins vel í 20 mínútur. 

mbl.is