Þriðji sigurinn í fjórum leikjum

Viktor Moses í baráttunni við Emil Karel Einarsson í Grafarvoginum …
Viktor Moses í baráttunni við Emil Karel Einarsson í Grafarvoginum í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Þór frá Þorlákshöfn hafði betur Fjölni þegar liðin mættust  í 6. umferð Dominos-deildar karla í körfuknattleik í Grafarvogi í kvöld. Þór er með 6 stig en Fjölnir með 2 stig eftir sex leiki. 

Þór var yfir að loknum fyrri hálfleik 48:34 eftir góða spretti í öðrum leikhluta. Fjölnismenn byrjuðu mjög vel í upphafi síðari hálfleiks og minnkuðu þá muninn niður í fimm stig. 

Þórsarar slitu sig frá aftur og höfðu ágætt forskot þar til um fjórar mínútur voru eftir. Þá kom annað áhlaup hjá Fjölni og á lokamínútunni minnkaði liðið muninn niður í þrjú stig en komst ekki nær. 

Þórsarar hafa þá unnið þrjá leiki af síðustu fjórum og eru búnir að finna taktinn eftir talsverðar breytingar í sumar. Bæði þjálfaraskipti en einnig komu þrír erlendir leikmenn í stað þriggja sem fóru. Leikurinn í kvöld lofar í það minnsta góðu. 

Fjölnir átti ekki sinn besta leik í kvöld og liðið fær oft meira framlag frá Róberti Sigurðssyni fyrirliða og Vilhjálmi Theodór. Tómas Heiðar Tómasson er kominn inn í leikmannahópinn og kemur til með að styrkja hann þegar á líður. Spurning er hversu langan tíma hann þarf til að láta að sér kveða fyrir alvöru eftir tveggja ára pásu frá boltanum. 

Fjölnir - Þór Þorlákshöfn 83:91

Dalhús, Urvalsdeild karla, 07. nóvember 2019.

Gangur leiksins:: 4:3, 8:9, 16:9, 18:15, 25:22, 27:30, 29:41, 34:48, 43:48, 48:59, 53:65, 57:71, 59:71, 66:80, 73:82, 83:91.

Fjölnir: Viktor Lee Moses 28/10 fráköst/6 stoðsendingar, Srdan Stojanovic 25/9 fráköst, Jere Vucica 21/9 fráköst, Vilhjálmur Theodór Jónsson 7, Hlynur Breki Harðarson 2.

Fráköst: 24 í vörn, 8 í sókn.

Þór Þorlákshöfn: Vincent Terrence Bailey 21/9 fráköst, Emil Karel Einarsson 19/7 fráköst, Dino Butorac 17/7 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 17/5 fráköst/5 stoðsendingar, Marko Bakovic 12/12 fráköst, Davíð Arnar Ágústsson 3, Ragnar Örn Bragason 2.

Fráköst: 35 í vörn, 9 í sókn.

Dómarar: Ísak Ernir Kristinsson, Rögnvaldur Hreiðarsson, Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson.

Fjölnir 83:91 Þór Þ. opna loka
99. mín. skorar
mbl.is