Finnur Freyr stýrir alþjóðlegri blöndu leikmanna í Danmörku

Finnur Freyr ræðir við Craig Pedersen en þeir hafa unnið …
Finnur Freyr ræðir við Craig Pedersen en þeir hafa unnið vel saman hjá íslenska landsliðinu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Körfuknattleiksþjálfarinn Finnur Freyr Stefánsson lætur vel af sér í Danmörku. Þar er hann að stíga sín fyrstu skref í þjálfun utan landsteinanna en síðasta sumar var hann ráðinn þjálfari karlaliðs Horsens.

Finnur hafði tekið sér ársfrí frá þjálfun í meistaraflokki, að því undanskildu að vera aðstoðarlandsliðsþjálfari. Þar á undan stýrði hann karlaliði KR í fimm ár og varð Íslandsmeistari í öll skiptin. Í Danmörku þarf hann ekki að kvarta yfir úrslitunum í upphafi deildakeppninnar. Horsens hefur unnið sex af fyrstu sjö leikjunum hingað til.

„Ég kom frekar hratt inn í þetta hjá Horsens í aðdraganda deildakeppninnar eftir að hafa verið í landsliðsverkefnum í ágúst. Það hefði verið óskandi að fá aðeins meiri tíma til að byrja með. Hér er ýmislegt öðruvísi en heima. Eins og við þekkjum öll eru Íslendingar sérstakir á jákvæðan hátt. Ég er að læra inn á umhverfið en í leikmannahópnum er ég með þrjá unga Bandaríkjamenn, tvo Serba, Dana af serbneskum ættum og Dani. Þetta er blanda sem maður þarf að venjast og ég þarf að eiga við mismunandi persónur sem er virkilega krefjandi en skemmtilegt,“ sagði Finnur en hann stýrir ekki jafn reyndum mönnum hjá Horsens og hann gerði hjá KR.

„Heima var ég að vinna með mjög reyndum leikmönnum en nú er ég kominn í deild sem er svolítið öðruvísi. Ég er með yngri leikmenn í liðinu heldur en heima. Þetta er því bara mjög skemmtileg áskorun,“ sagði Finnur en hann er með liðið á æfingum átta til níu sinnum í viku. Þrisvar til fjórum sinnum í viku eru morgunæfingar þar sem 80% af liðinu mætir. Allir nema skólastrákarnir eins og hann kallar þá.

Spurður hvort munur sé á því hvernig Danir og Íslendingar nálgast íþróttina segir Finnur að ákefðin sé meiri hjá Dönunum, en lesa má viðtalið í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert