Keflavík vann með 74 stiga mun

Magnús Már Traustason skoraði 29 stig fyrir Keflvíkinga.
Magnús Már Traustason skoraði 29 stig fyrir Keflvíkinga. mbl.is/Árni Sæberg

Keflvíkingar áttu ekki í miklum vandræðum með að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitin í Geysisbikarkeppni karla í körfuknattleik.

Keflavík mætti B-liði Þórs á Akureyri og vann leikinn með 74 stiga mun 114:40. Keflvíkingar, sem tróna á toppi Dominos-deildarinnar, mæta grönnum sínum í Njarðvík á útivelli í 16-liða úrslitunum.

Þór Ak. b - Keflavík 40:114

Gangur leiksins: 0:5, 2:18, 2:27, 5:39, 10:44, 13:48, 16:52, 18:60, 20:70, 20:81, 21:90, 24:95, 30:96, 32:103, 34:108, 40:114.

Þór Ak. b: Björn B. Benediktsson 11/9 fráköst, Svavar Sigurður Sigurðarson 10, Kristján Pétur Andrésson 6, Arnór Jónsson 6, Andri Már Jóhannesson 5/5 fráköst, Ólafur Snær Eyjólfsson 2/5 fráköst.

Fráköst: 15 í vörn, 10 í sókn.

Keflavík: Magnús Már Traustason 29/4 fráköst/6 stolnir, Andrés Ísak Hlynsson 23/18 fráköst/6 stolnir/3 varin skot, Veigar Áki Hlynsson 18/5 fráköst/13 stoðsendingar/8 stolnir, Ágúst Orrason 12/5 fráköst, Davíð Alexander H. Magnússon 8, Elvar Snær Guðjónsson 8, Reggie Dupree 6, Deane Williams 5, Khalil Ullah Ahmad 5.

Fráköst: 28 í vörn, 10 í sókn.

mbl.is