Sparkaði í höfuð mótherja í skotinu (myndskeið)

Ivica Zubac og Patrick Patterson verjast Hassan Whiteside í leik …
Ivica Zubac og Patrick Patterson verjast Hassan Whiteside í leik LA Clippers og Portland Trail Blazers í nótt. AFP

Boston Celtics unnu sinn sjötta leik í röð þegar liðið vann Charlotte Hornets á útivelli í NBA-deildinni í körfubolta í nótt, 108:87.

Boston tapaði fyrsta leik sínum á tímabilinu en er nú efst í austurdeildinni. Miami Heat hefur unnið sex af átta leikjum sínum en liðið vann Phoenix Suns í nótt, 124:108.

Los Angeles Clippers eru í 4. sæti vesturdeildarinnar eftir 107:101-sigur á Portland Trail Blazers á útivelli. Athyglisvert atvik átti sér stað í 2. leikhluta þegar CJ McCollum úr liði Portland sparkaði í höfuð Patrick Patterson þegar McCollum átti skot að körfunni. Sjá má atvikið hér að neðan en Patterson jafnaði sig og skoraði úr öðru vítanna sem hann fékk, eftir að dómarar höfðu skoðað málið gaumgæfilega.

Úrslit fimmtudags:
Charlotte - Boston 87:108
LA Clippers - Portland 107:101
San Antonio - Oklahoma 121:112
Phoenix - Miami 108:124

mbl.is