Hayward frá næstu sex vikurnar

Gordon Hayward verður frá keppni næstu vikurnar.
Gordon Hayward verður frá keppni næstu vikurnar. AFP

Gordon Hayward, einn besti leikmaður Boston Celtics í NBA-körfuboltanum í Bandaríkjunum, verður frá keppni næstu sex vikurnar þar sem hann handabrotnaði í leik liðsins gegn San Antonio Spurs á dögunum. 

Hayward spilaði aðeins fimm mínútur á þarsíðustu leiktíð þar sem hann fótbrotnaði í sínum fyrsta leik með Boston. Hann náði sér ekki almennilega á strik á síðustu leiktíð, en byrjaði þessa leiktíð mjög vel. 

Framherjinn er með 19 stig, fjórar stoðsendingar og sjö fráköst að meðaltali í leik. Boston hefur farið vel af stað á leiktíðinni. Eftir tap í fyrsta leik hefur liðið unnið átta leiki í röð. 

mbl.is