„Mjög mikilvægur leikur“

Benedikt Guðmundsson þjálfari kvennalandsliðsins ræðir við leikmenn sína á æfingu ...
Benedikt Guðmundsson þjálfari kvennalandsliðsins ræðir við leikmenn sína á æfingu í gær. mbl.is/Hari

„Sigurhungrið er gríðarlega mikið í þessum hópi,“ segir Benedikt Guðmundsson, landsliðsþjálfari kvenna í körfubolta, fyrir leikinn við Búlgaríu á fimmtudagskvöld í nýrri undankeppni EM. Liðin mætast í Laugardalshöll og er aðgangur ókeypis.

„Við erum búin að vera á fullu að kynna okkur búlgarska liðið. Það er enn með sama þjálfara og í síðustu leikjum svo að við gerum ráð fyrir að liðið sé að gera svipaða hluti. Við höfum því verið að klippa til efni fyrir vídeófundi með okkar liði svo að þær geti séð hvað við eigum að gera,“ segir Benedikt. Ísland er einnig í riðli með Grikklandi og Slóveníu.

„Ég lít á leikinn á fimmtudag sem 50:50-verkefni. Búlgaría tapaði öllum leikjum sínum í síðustu undankeppni, alveg eins og íslenska liðið, og er á svipuðum stað á styrkleikalista FIBA, en hinar tvær þjóðirnar eru þar langt fyrir ofan okkur. Þess vegna er þetta mjög mikilvægur leikur – leikur á heimavelli gegn liðinu sem við eigum mesta möguleika gegn. Við seljum okkur dýrt á fimmtudaginn, það er alveg klárt.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »