Þór sterkari en Grindavík í framlengingu

Dino Butorac var sterkur í liði Þórs.
Dino Butorac var sterkur í liði Þórs. mbl.is/Árni Sæberg

Þór Þ. hafði bet­ur gegn Grinda­vík á heima­velli, 83:79, í fram­lengd­um leik í Dom­in­os-deild karla í körfu­bolta í kvöld.

Grinda­vík var yfir stærst­an hluta leiks og náðu mest ell­efu stiga for­skoti, en Þórsar­ar neituðu að gef­ast upp og tryggðu sér fram­leng­ingu. Staðan eft­ir venju­leg­an leiktíma var 71:71. Í fram­leng­ing­unni voru heima­menn með yf­ir­hönd­ina. 

Mar­ko Bakovic skoraði 20 stig og tók 16 frá­köst fyr­ir Þór og Dino Butorac og Emil Kar­el Ein­ars­son skoruðu 15 stig hvor. Jamal Ola­saw­ere skoraði 22 stig fyr­ir Grinda­vík og Sig­trygg­ur Arn­ar Björns­son 21.

Þór er með átta stig eft­ir þrjá sigra í röð en Grinda­vík er aðeins með fjög­ur stig.

Þór Þorlákshöfn - Grindavík 83:79

Icelandic Glacial-höllin, Úrvalsdeild karla, 13. nóvember 2019.

Gangur leiksins:: 5:0, 9:12, 14:15, 19:20, 19:22, 23:25, 25:33, 32:36, 40:42, 43:50, 49:56, 56:60, 60:65, 64:65, 68:69, 71:71, 76:73, 83:79.

Þór Þorlákshöfn: Marko Bakovic 20/16 fráköst/3 varin skot, Dino Butorac 15/5 fráköst/10 stoðsendingar, Emil Karel Einarsson 15/7 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 10/7 stoðsendingar, Vincent Terrence Bailey 9/9 fráköst, Davíð Arnar Ágústsson 8, Ragnar Örn Bragason 6.

Fráköst: 34 í vörn, 9 í sókn.

Grindavík: Jamal K Olasawere 22/15 fráköst, Sigtryggur Arnar Björnsson 21, Ingvi Þór Guðmundsson 9/7 fráköst, Valdas Vasylius 8, Dagur Kár Jónsson 7, Kristófer Breki Gylfason 5, Ólafur Ólafsson 4/8 fráköst, Nökkvi Már Nökkvason 3.

Fráköst: 32 í vörn, 7 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Jóhannes Páll Friðriksson, Jakob Árni Ísleifsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert