Harden magnaður - Boston og Lakers á toppnum

Kemba Walker skoraði 23 stig fyrir Boston.
Kemba Walker skoraði 23 stig fyrir Boston. AFP

Gömlu stórveldin Los Angeles Lakers og Boston Celtic halda áfram að gera það gott í NBA-deildinni í körfuknattleik.

LA Lakers trónir á toppi Vesturdeildarinnar og Boston í Austurdeildinni en bæði lið hafa unnið níu leiki, Lakers hefur tapað tveimur leikjum en Boston einum.

Lakers, sem hefur ekki komist í úrslitakeppnina frá árinu 2013, vann öruggan sigur gegn vængbrotnu liði Golden State. Lebron James skoraði 23 stig fyrir Lakers og tók 12 fráköst og Kyle Kuzma skoraði 22.

Hjá vængbrotnu Golden State liði var D'Angelo Russell stigahæstur með 21 stig. Golden State, sem hefur leikið til úrslita um meistaratitilinn undanfarin fimm ár, situr í neðsta sæti Vesturdeildarinnar, hefur unnið tvo leiki en tapað tíu.

Boston hafði betur gegn Washington Wizards 140:133. Kemba Walker skoraði 25 stig fyrir Boston, Jayson Tatum 23 og Jaylen Brown 22. Bradley Beal hélt Washington á floti og skoraði 44 stig.

James Harden átti enn einn stórleikinn í sigri Houston Rockets gegn Los Angeles Clippers 102:93. Harden skoraði 47 stig, þar af sjö þriggja stiga körfur, gaf 7 stoðsendingar og tók 6 fráköst.

„Þetta er ekki eitthvað sem við höfum séð áður og við munum sjáum þetta aftur. Hann er magnaður og er bara meistari leiksins,“ sagði Mike D'Antoni þjálfari Houston eftir leikinn.

Úrslitin í nótt:

Houston - LA Clippers 102:93
Charlotte - Mempis 117:119
Boston - Washington 140:133
Minnesota - SA Spurs 129:114
LA Lakers - Golden State 120:94
Portland - Toronto 106:114
Orlando - Philadelphia 112:97

mbl.is