Martin stigahæstur í ótrúlegum maraþonleik

Martin Hermannsson fór á kostum í kvöld.
Martin Hermannsson fór á kostum í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Martin Hermannsson og samherjar hans hjá Alba Berlín unnu ótrúlegan 106:105-sigur á Panathinaikos á útivelli í Euroleague, sterkustu keppni Evrópu í kvöld. Tvíframlengja þurfti leikinn til að knýja fram úrslit. 

Martin átti risastóran þátt í sigrinum. Hann skoraði 20 stig, og var stigahæstur í sínu liði og gaf auk þess tíu stoðsendingar, flestar í sínu liði. Þá tók hann einnig þrjú fráköst. Skoraði Martin gríðarlega mikilvægar körfur og tryggði m.a Alba inn í báðar framlengingarnar. 

Sigurinn var sá fyrsti hjá Alba síðan í fyrstu umferðinni gegn Zenit. Næsti leikur Alba í keppninni er á heimavelli gegn Rauðu stjörnunni frá Serbíu. 

mbl.is