Brynjar tryggði KR sigur í Keflavík

Deane Williams kominn í skotfæri í leiknum í kvöld.
Deane Williams kominn í skotfæri í leiknum í kvöld. Ljósmynd/Skúli Sig

KR varð fyrsta liðið til að vinna Keflavík í Dominos-deild karla í körfuknattleik á þessu keppnistímabili þegar liðin mættust í Keflavík í kvöld.  

Mættust þar topplið deildarinnar og Íslandsmeistarar síðustu sex ára. 

Keflvíkingar hafa leikið við hvern sinn fingur í upphafi deildarinnar og unnu fyrstu sex leikina. KR vann fyrstu fjóra en hefur tapað síðustu tveimur þar til kom að leiknum í kvöld. Keflavík er með 12 stig en KR 10 stig. 

Leikurinn hófst með látum og mikið skorað í hröðum leik. Bæði lið skiptust á forystu en fljótlega í fyrri hálfleik virtust Keflavíkingar vera komnir með ákveðið frumkvæði í leiknum og héldu til búningsherberga eftir 20 mínútur með 43:36 forskot eftir skínandi skemmtilegan og fjörugan fyrri hálfleik. 

Í seinni hálfleik skiptust lið aftur á áhlaupum og loka sekúndurnar æsi spennandi.  KR landaði að lokum sigri 67:66 eftir að síðasta skot leiksins frá Khalil Ahmad vildi ekki ofan í fyrir Keflavík.  

Brynjar Þór Björnsson réði úrslitum á lokamínútunni. Fékk sóknarvillu á Keflavík og skoraði í framhaldinu síðustu körfu leiksins. Keflavík fékk nægan tíma til að skora í síðustu sókninni en Ahmad reyndi fremur erfitt þriggja stiga skot þegar tvö stig hefðu dugað.  

Keflavík - KR 66:67

Blue-höllin, Urvalsdeild karla, 15. nóvember 2019.

Gangur leiksins:: 5:3, 14:15, 16:23, 28:24, 30:24, 32:28, 37:30, 43:36, 43:38, 45:46, 47:48, 49:51, 55:55, 58:57, 66:63, 66:67.

Keflavík: Dominykas Milka 26/14 fráköst, Khalil Ullah Ahmad 16/7 fráköst, Deane Williams 10/11 fráköst/3 varin skot, Hörður Axel Vilhjálmsson 7/7 stoðsendingar, Reggie Dupree 3, Magnús Már Traustason 2, Andrés Ísak Hlynsson 2.

Fráköst: 27 í vörn, 14 í sókn.

KR: Michael Craion 16/10 fráköst/5 stolnir, Brynjar Þór Björnsson 13, Matthías Orri Sigurðarson 12/7 fráköst, Kristófer Acox 10/7 fráköst, Jón Arnór Stefánsson 9, Jakob Örn Sigurðarson 5, Helgi Már Magnússon 2.

Fráköst: 25 í vörn, 8 í sókn.

Dómarar: Leifur S. Gardarsson, Davíð Kristján Hreiðarsson, Eggert Þór Aðalsteinsson.

Áhorfendur: 440

Jón Arnór Stefánsson, KR, og Hörður Axel Vilhjálmsson, Keflavík.
Jón Arnór Stefánsson, KR, og Hörður Axel Vilhjálmsson, Keflavík. mbl.is/Hari
Keflavík 66:67 KR opna loka
99. mín. skorar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert