„Gríska undrið“ var í góðum gír

Giannis Antetokounmpo var öflugur í nótt.
Giannis Antetokounmpo var öflugur í nótt. AFP

Giannis Antetokounmpo, „gríska undrið“ eins og hann er oft kallaður, fór mikinn með liði Milwaukee Bucks þegar liðið vann sigur gegn Chicago Bulls 124:115 í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt.

Antetokounmpo skoraði 38 stig og tók 16 fráköst og Eric Bledsoe kom næstur með 31 stig. Hjá Chicago var Coby White stigahæstur með 26 stig.

Slóvenin Luka Doncic náði þrefaldri tvennu fyrir Dallas en það dugði skammt því liðið tapaði fyrir New York 106:103. Doncic skoraði 33 stig, gaf 11 stoðsendingar og tók 10 fráköst.

Marcus Morris var atkvæðamestur í liði New York með 20 stig en hann skoraði sigurkörfu sinna manna með þriggja stiga skoti 13 sekúndum fyrir leikslok.

Úrslitin í nótt:

Cleveland - Miami 97:108
Milwaukee - Chicago 124:115
New York - Dallas 106:103
New Orleans - LA Clippers 132:127
Phoenix - Atlanta 128:112
Denver - Brooklyn 101:93

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert