Njarðvík vann með rúmlega sextíu stiga mun

Kristinn Pálsson hitti vel fyrir utan 3-stiga línuna í kvöld ...
Kristinn Pálsson hitti vel fyrir utan 3-stiga línuna í kvöld og skoraði 24 stig fyrir Njarðvík. mbl.is / Hari

Njarðvík rótburstaði Þór frá Akureyri í Ljónagryfjunni í Njarðvík í Dominos-deild karla í körfuknattleik í kvöld. ÍR hafði betur gegn Fjölni í Breiðholtinu.

Njarðvík vann 113:52 og skoruðu Þórsarar aðeins 2 stig í síðasta leikhlutanum sem er með ólíkindum. Var þetta þriðji sigur Njarðvíkinga sem eru með 6 stig en Þórsarar eru enn án stiga á botninum.

Kristinn Pálsson var stigahæstur hjá Njarðvík með 24 stig en hjá Þór var Jamal Palmer atkvæðamestur með 13 stig.

ÍR var yfir gegn Fjölni nánast allan leikinn og sigraði 92:80. ÍR er með 8 stig en Fjölnir er með 2 stig í næstneðsta sætinu.

Mjög þéttur pakki er um miðja deild en tveimur stigum munar á liðinu í 4. sæti og liðinu í 9. sæti.

Njarðvík - Þór Akureyri 113:52

Njarðtaks-gryfjan, Urvalsdeild karla, 15. nóvember 2019.

Gangur leiksins:: 9:2, 14:10, 20:16, 25:18 , 32:20, 37:23, 47:25, 60:33 , 68:38, 75:43, 83:48, 91:50 , 92:50, 99:50, 107:50, 113:52 .

Njarðvík : Kristinn Pálsson 24/6 fráköst, Wayne Ernest Martin Jr. 23/11 fráköst, Chaz Calvaron Williams 18, Jon Arnor Sverrisson 9/4 fráköst/7 stoðsendingar, Logi Gunnarsson 9, Maciek Stanislav Baginski 8, Ólafur Helgi Jónsson 8/4 fráköst, Arnór Sveinsson 6, Veigar Páll Alexandersson 6, Mario Matasovic 2/11 fráköst.

Fráköst : 37 í vörn, 11 í sókn.

Þór Akureyri : Jamal Marcel Palmer 13, Pablo Hernandez Montenegro 10, Erlendur Ágúst Stefánsson 10, Mantas Virbalas 8/8 fráköst, Júlíus Orri Ágústsson 5, Baldur Örn Jóhannesson 4, Hansel Giovanny Atencia Suarez 2.

Fráköst : 12 í vörn, 9 í sókn.

Dómarar : Kristinn Óskarsson, Jóhannes Páll Friðriksson, Georgia Olga Kristiansen.

Áhorfendur : 200

ÍR - Fjölnir 92:80

Hertz Hellirinn - Seljaskóli, Urvalsdeild karla, 15. nóvember 2019.

Gangur leiksins:: 5:2, 18:9, 21:12, 25:16 , 31:18, 36:26, 41:27, 45:35 , 50:40, 50:45, 55:49, 65:51 , 73:59, 77:65, 82:76, 92:80 .

ÍR : Evan Christopher Singletary 23/4 fráköst/15 stoðsendingar, Georgi Boyanov 20/12 fráköst, Sæþór Elmar Kristjánsson 14, Danero Thomas 9/6 fráköst, Florijan Jovanov 9, Trausti Eiríksson 9, Arnór Hermannsson 6, Sveinbjörn Claessen 2.

Fráköst : 23 í vörn, 9 í sókn.

Fjölnir : Srdan Stojanovic 30/7 fráköst, Jere Vucica 18/10 fráköst, Viktor Lee Moses 16/9 fráköst, Róbert Sigurðsson 12, Vilhjálmur Theodór Jónsson 4.

Fráköst : 20 í vörn, 11 í sókn.

Dómarar : Davíð Tómas Tómasson, Friðrik Árnason, Helgi Jónsson.

Áhorfendur : 169

Evan Singletary sækir að körfu Fjölnis í kvöld.
Evan Singletary sækir að körfu Fjölnis í kvöld. mbl.is/Hari
mbl.is