Besta byrjun Lakers í níu ár

LeBron James
LeBron James AFP

Los Angeles Lakers vann 99:97-sigur á Sacramento Kings í háspennuleik í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt. Los Angeles er því búið að vinna tíu og tapa tveimur á tímabilinu en liðið hefur ekki farið svo vel af stað síðan 2010 en þá varð Lakers síðast NBA-meistari.

Það munaði þó litlu að gestirnir næðu að kreista framlengingu en Anthony Davis kom í veg fyrir að Harrison Barnes næði að skora tveimur sekúndum fyrir leikslok. LeBron James skoraði 29 stig. LeBron gaf einnig 11 stoðsendingar og Davis, sem er nýstiginn upp úr meiðslum, skoraði 17 stig.

Verr gengur hjá Philadelphia 76ers eftir frábæra byrjun í haust. Liðið vann fyrstu fimm leikina sína en hefur nú tapað fimm af síðustu sjö. Oklahoma City Thunder hafði betur í einvígi liðanna í nótt, 127:119 eftir framlengingu.

Danilo Gallinari skoraði 28 stig fyrir heimamenn og Chris Paul bætti við 27 en Joel Emibiid var stigahæstur í liði gestanna með 31 stig. Margir töldu lið Philadelphia líklegt til afreka í vetur en gengi liðsins undanfarið hefur verið afleitt. Hinsvegar virðist fátt geta stöðvað lið Boston Celtics um þessar mundir sem vann sinn tíunda leik í röð í nótt, 105:100 gegn Golden State Warriors.

Úrslitin í nótt
Charlotte Hornets - Detroit Pistons 109:106
Orlando Magic - San Antonio Spurs 111:109
Houston Rockets - Indiana Pacers 111:102
Memphis Grizzlies - Utah Jazz 107:106
Minnesota Timberwolves - Washington Wizards 116:137
Oklahoma City Thunder - Philadelphia 76ers 127:119
Golden State Warriors - Boston Celtics 100:105
Los Angeles Lakers - Sacramento Kings 99:97

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert