Ísland átti ekki möguleika í Grikklandi

Sara Rún Hinriksdóttir og stöllur í íslenska landsliðinu áttu ekki …
Sara Rún Hinriksdóttir og stöllur í íslenska landsliðinu áttu ekki möguleika gegn Grikkjum. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta átti enga möguleika er það mætti því gríska á útivelli í undankeppni EM í Grikklandi í dag. Lokatölur urðu 89:54, Grikklandi í vil. 

Ísland réði ekkert við pressuvörnina hjá Grikkjum sem varð til þess að liðið tapaði mikið af boltnum og Grikkir refsuðu hinum megin. Staðan eftir fyrsta leikhlutann var 28:12 og voru allar körfur íslenska liðsins fyrir utan þriggja stiga línuna. 

Íslenska liðið skoraði aðeins sex stig í öðrum leikhluta á meðan Grikkir héldu áfram að bæta í og var staðan í hálfleik 54:18. Spilamennskan batnaði töluvert í seinni hálfleik, sem Ísland vann með eins stigs mun, 36:35, en forskoti Grikkja var ekki ógnað að neinu ráði. 

Helena Sverrisdóttir var stigahæst hjá Val með tólf stig og Sylvía Rún Hálfdánardóttir gerði tíu stig. Ísland hefur tapað báðum leikjum sínum til þessa í riðinum og er næsti leikur gegn Slóveníu á laugardalsvelli í nóvember á næsta ári.  

Grikkland 89:54 Ísland opna loka
99. mín. skorar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert