Án lykilmanns til áramóta

Dagur Kár Jónsson verður frá keppni næstu vikurnar.
Dagur Kár Jónsson verður frá keppni næstu vikurnar. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Körfuboltamaðurinn Dagur Kár Jónsson verður frá keppni næstu sex til átta vikurnar eftir að hann gekkst undir aðgerð vegna meiðsla sem hafa verið að hrjá hann undanfarið. Grindavík greindi frá þessu á Facebook-síðu sinni. 

Dagur leikur því ekki meira á árinu, sem er mikil blóðtaka fyrir Grindavík. Liðið hefur ekki farið vel af stað á tímabilinu og aðeins unnið tvo leiki í fyrstu sjö umferðum Dominos-deildarinnar og er í tíunda sæti. 

Grindavík leikur við Val, ÍR, Þór Akureyri og Tindastól fram að jólafríi og fyrsti leikurinn á nýju ári er gegn KR þann 5. janúar.

mbl.is