Lakers í fantaformi - Boston loks stöðvað

LeBron James skoraði 33 stig fyrir LA Lakers í nótt.
LeBron James skoraði 33 stig fyrir LA Lakers í nótt. AFP

Flott gengi Los Angeles Lakers heldur áfram og liðið hefur unnið 11 af 13 leikjum sínum í NBA-deildinni í körfuknattleik.

Lakers hafði betur gegn Atlanta Hawks 122:101 þar sem LeBron James skoraði 33 stig, tók 12 fráköst og gaf 7 stoðsendingar og Kyle Kuzma skoraði 17 stig. Hjá Atlanta var Trae Young stigahæstur með 31 stig.

Sacramento Kings stöðvaði 10 leikja sigurgöngu Boston Celtics en liðið fagnaði eins stigs sigri á heimavelli 100:99. Bahama-maðurinn Buddy Hield skoraði 35 stig fyrir Sacramento en það var Marcus Smart sem tryggði liðinu sigurinn með því að skora úr tveimur vítaskotum undir lok leiksins. Jaylen Brown var stigahæstur í liði Boston sem hafði ekki tapað leik fyrr en í fyrstu umferð deildarinnar.

Jamal Murray skoraði 39 stig fyrir Denver og Paul Millsap 23 í sigri gegn Memphis 131:114. Jaren Jackson var stigahæstur í liði Memphis með 22 stig.

Hörmungar Golden State Warriors halda áfram en liðið hefur tapað 12 af 14 leikjum sínum. Liðið sótti New Orleans heim og tapaði 108:100. Eric Paschall skoraði 30 stig fyrir Golden State en hjá New Orleans var JJ Redick stigahæstur með 26 stig.

Úrslitin í nótt:

LA Lakers - Atlanta 122:101
Orlando - Washington 125:101
New Orleans - Golden State 108:100
Memphis - Denver 114:131
Cleveland - Philadelphia 95:114
Sacramento - Boston 100:99

mbl.is