Dominos-úrvalsliðið vinnur ekki þær bestu

Helena Sverrisdóttir sækir að körfu Búlgaríu í Laugardalshöllinni í síðustu ...
Helena Sverrisdóttir sækir að körfu Búlgaríu í Laugardalshöllinni í síðustu viku. mbl.is/Hari

Íslenska kvennalandsliðið í körfuknattleik þarf á fleiri atvinnumönnum að halda ef liðið ætlar sér að vera samkeppnishæft við sterkustu landslið Evrópu, að sögn Benedikts Guðmundssonar, þjálfara liðsins.

Íslenska liðið reið ekki feitum hesti frá fyrstu tveimur leikjum sínum í undankeppni EM 2021 á dögunum en liðið tapaði í Laugardalshöll fyrir Búlgaríu á fimmtudaginn síðasta, 84:69, og þá steinlá liðið í Tasos Kampouris-höllinni í Grikklandi á sunnudaginn, 89:54.

„Þetta voru fyrstu leikir liðsins undir minni stjórn í Evrópukeppni og ég kynntist liðinu betur í þessu verkefni heldur en á Smáþjóðaleikunum í Svartfjallalandi síðasta sumar. Ég áttaði mig líka betur á því hvar við erum á eftir, sérstaklega gagnvart þessum sterkari þjóðum eins og Grikklandi. Fyrir mig persónulega var þetta mjög lærdómsríkur gluggi því við fórum inn í þessi tvö verkefni með ákveðnar væntingar. Við ætluðum okkur klárlega meira, en þetta varð niðurstaðan og þannig er það nú bara.“

Benedikt var meðvitaður um að Grikkir væru með talsvert sterkara lið en íslenska liðið enda leika margir leikmenn Grikkja í Evrópudeildinni, eða Euro League, sem er sterkasta félagsliðakeppni Evrópu.

„Við vissum að Grikkir væru með mun betra lið. Þeir hafa á að skipa leikmönnum sem spila sem dæmi í Evrópudeildinni en auðvitað hefðum við kannski viljað standa aðeins betur í þeim. Ég er pínu svekktur með að hafa ekki náð upp betri frammistöðu gegn Búlgaríu hérna heima. Eftir að hafa hins vegar horft á leik Búlgaríu gegn Slóveníu, sem vann Grikki og á að vera næstbesta lið Evrópu, áttaði maður sig á því að Búlgaría er hörkulið sem stóð vel í Slóvenum og gaf þeim hörkuleik.“

Sjá greinina í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »