Átján íslensk stig í Nevada

Jón Axel Guðmundsson í leik með Davidson.
Jón Axel Guðmundsson í leik með Davidson. AFP

Jón Axel Guðmundsson skoraði 18 stig fyrir Davidson í sigurleik í NCAA háskólakörfuboltanum í Bandaríkjunum í nótt.

Davidson fór til Nevada og vann 91:71 en Jón gaf einnig 4 stoðendingar og tók 2 fráköst. Hann lék í 33 mínútur og er í lykilhlutverki á sínu síðasta tímabili í NCAA.

Davidson tapaði fyrstu tveimur leikjunum á tímabilinu en hefur nú unnið síðustu tvo. Er liðið því með 50% árangur. Davidson hefur ekki enn mætt liði úr sinni deild, Atlantic 10, og styrkleiki liðsins á því eftir að koma betur í ljós.

mbl.is