Njarðvík vann meistarana í Frostaskjóli

KR og Njarðvík eigast við.
KR og Njarðvík eigast við. mbl.is/Kristinn Magnússon

Njarðvík hafði betur gegn KR 78:75 þegar liðin áttust við í sjöundu umferð Dominos-deildar karla í körfuknattleik í DHL-höllinni í Frostaskjóli í kvöld. Er þetta þriðja tap Íslandsmeistaranna í deildinni. 

KR er í fjórða sæti deildarinnar með tíu stig og Njarðvík er nú með átta stig og hefur unnið síðustu tvo leiki. 
Njarðvíkingar voru yfir á löngum köflum í leiknum. Að loknum fyrri hálfleik voru þeir yfir 37:31. Fyrir síðasta leikhlutann höfðu þeir tólf stiga forskot 61:49. KR-ingar byrjuðu hins vegar síðasta leikhlutann með miklum látum og skoruðu fyrstu tólf stigin.
KR komst yfir 64:63 með þegar Jón Arnór Stefánsson setti niður þrist. En þá svöruðu Maciej Baginski og Chaz Williams með þristum fyrir Njarðvík. 
Eftir það voru Njarðvíkingar með forystuna og þeir áttu sigurinn skilið. Stemningin var meiri þeirra megin í kvöld. Auk þess töpuðu KR-ingar boltanum tuttugu og einu sinni en Njarðvíkingar tólf sinnum. Eitthvað segir það væntanleg um vörnina hjá Njarðvík. 
Williams var mjög sprækur hjá Njarðvík. Lágvaxinn en eldsnöggur leikmaður sem KR-ingar áttu í basli með að verjast. Hann skoraði 19 stig. Kristófer Acox var atkvæðamestur hjá KR með 16 stig og tók 9 fráköst. 

Gangur leiksins: 6:3, 9:8, 11:15, 14:19, 23:22, 24:28, 26:31, 31:37, 33:42, 41:54, 45:58, 49:61, 61:61, 61:63, 66:72, 75:78.

KR: Kristófer Acox 16/9 fráköst, Jakob Örn Sigurðarson 15, Michael Craion 10/7 fráköst/6 stoðsendingar, Brynjar Þór Björnsson 9, Björn Kristjánsson 8/4 fráköst, Helgi Már Magnússon 7/7 fráköst, Jón Arnór Stefánsson 6, Matthías Orri Sigurðarson 4/5 fráköst.

Fráköst: 26 í vörn, 12 í sókn.

Njarðvík: Chaz Calvaron Williams 19/4 fráköst/5 stoðsendingar/5 stolnir, Mario Matasovic 16/9 fráköst, Wayne Ernest Martin Jr. 12/6 fráköst, Logi Gunnarsson 9, Kristinn Pálsson 8/7 fráköst, Jon Arnor Sverrisson 5/6 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 5/7 fráköst, Maciek Stanislav Baginski 4.

Fráköst: 25 í vörn, 16 í sókn.

Dómarar: Kristinn Óskarsson, Leifur S. Gardarsson, Eggert Þór Aðalsteinsson.

Áhorfendur: 400

KR 75:78 Njarðvík opna loka
99. mín. skorar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert