Skoruðu ekki í heilum leikhluta

Helgi Már Magnússon lék vel í leiknum sem um ræðir.
Helgi Már Magnússon lék vel í leiknum sem um ræðir. mbl.is/Hari

Þegar Þórsarar frá Akureyri skoruðu aðeins tvö stig í síðasta leikhlutanum gegn Njarðvík í úrvalsdeild karla í körfubolta á dögunum töldu að vonum margir að um met væri að ræða í deildinni.

Njarðvík gerði 22 stig gegn tveimur stigum Akureyringa á þessum síðustu tíu mínútum og vann leikinn með miklum yfirburðum, 113:52.

En metið í deildinni stendur óhaggað og ljóst er að það verður aldrei slegið. Enda ekki hægt og aðeins mögulegt að jafna það.

KR-ingum mistókst nefnilega að skora eitt einasta stig í öðrum leikhluta 28. febrúar árið 2002 þegar þeir fengu Keflvíkinga í heimsókn í Vesturbæinn.

Þeir höfðu farið á kostum í fyrsta leikhluta, skorað 34 stig gegn 16, og hægðu greinilega allverulega á sér í kjölfarið. Annan leikhlutann vann Keflavík nefnilega 13:0 og KR-ingar gengu því til hálfleiks með fimm stiga forystu, 34:29.

Það merkilega er að núllið í öðrum leikhluta kom ekki að sök fyrir KR-inga sem unnu leikinn að lokum allsannfærandi, 76:64.

Greinina í heild sinni er að finna í Morgunblaðinu í dag

Sigurður Ingimundarson var þjálfari Keflvíkinga.
Sigurður Ingimundarson var þjálfari Keflvíkinga. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert