ÍR stakk af í fjórða leikhluta

ÍR-ingar eru á góðu skriði í Dominos-deildinni.
ÍR-ingar eru á góðu skriði í Dominos-deildinni. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

ÍR vann sinn fimmta sigur í síðustu sex leikjum er liðið vann 81:67-sigur á Þór frá Þorlákshöfn á útivelli í áttundu umferð Dominos-deildar karla í körfubolta í kvöld. 

Þór var með skrefinu á undan stærstan hluta leiks, en ÍR-ingar hleyptu heimamönnum ekki of langt frá sér. Að lokum komst ÍR yfir og tryggði sér sigurinn með sannfærandi 23:8-sigri í fjórða leikhluta. 

Georgi Boyanov skoraði 26 stig og tók 12 fráköst fyrir ÍR en stórleikur Halldórs Garðars Hermannssonar hjá Þór dugði ekki til. Hann skoraði 31 stig. 

Með sigrinum fór ÍR upp í tíu stig og upp að hlið KR í fjórða sæti. Þór er í sjötta sæti með átta stig. 

Þór Þorlákshöfn - ÍR 67:81

Icelandic Glacial höllin, Urvalsdeild karla, 22. nóvember 2019.

Gangur leiksins:: 4:5, 10:13, 14:15, 17:18, 22:21, 30:25, 36:30, 40:38, 45:41, 52:45, 55:53, 57:58, 65:61, 65:66, 65:72, 67:81.

Þór Þorlákshöfn: Halldór Garðar Hermannsson 31/5 stoðsendingar, Marko Bakovic 20/19 fráköst, Dino Butorac 8/6 stoðsendingar, Ragnar Örn Bragason 5, Emil Karel Einarsson 3.

Fráköst: 16 í vörn, 8 í sókn.

ÍR: Georgi Boyanov 26/12 fráköst, Evan Christopher Singletary 20/5 fráköst/6 stoðsendingar, Danero Thomas 17/10 fráköst, Sæþór Elmar Kristjánsson 10, Arnór Hermannsson 5/5 fráköst, Trausti Eiríksson 3/4 fráköst.

Fráköst: 25 í vörn, 11 í sókn.

Dómarar: Aðalsteinn Hjartarson, Jóhannes Páll Friðriksson, Rögnvaldur Hreiðarsson.

Áhorfendur: 250

mbl.is