Stjarnan valtaði yfir sexföldu meistarana

Ægir Þór Steinarsson og félagar unnu öruggan sigur á KR.
Ægir Þór Steinarsson og félagar unnu öruggan sigur á KR. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Stjarnan valtaði yfir KR, 110:67, í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld. Stjarnan var með völdin allan tímann og áttu sexfaldir Íslandsmeistarar KR enga möguleika gegn sterku Stjörnuliði. 

Stjarnan fór vel af stað og Tómas Þórður Hilmarsson skoraði átta stig snemma leiks og átti stóran þátt í að Stjarnan náði 18:10-forskoti. Stjörnumenn héldu áfram að raða inn stigunum gegn slöku KR-liði og var staðan eftir fyrsta leikhlutann 32:17. 

Stjarnan hélt áfram að bæta í forskotið framan af í öðrum leikhluta og var staðan 42:24 þegar annar leikhlutinn var tæplega hálfnaður. Stjörnumenn áttu hins vegar erfitt með að stöðva Michael Craion og tókst KR-ingum að minnka muninn í tíu stig, 48:38, þegar hálfleiksflautan gall. 

KR minnkaði muninn niður í sex stig snemma í seinni hálfleik, en Stjörnumenn voru fljótir að svara og varð munurinn átján stig er Hlynur Bæringsson skoraði úr þriggja stiga körfu, 60:42.

Eftir því sem leið á þriðja leikhluta náði Stjarnan enn meiri völdum og var staðan 71:47 þegar skammt var eftir af leikhlutanum. Að lokum munaði 22 stigum fyrir lokaleikhlutann, 80:58. 

Stjarnan jók muninn framan af í fjórða leikhlutanum og var staðan 90:62 þegar skammt var eftir. Að lokum munaði 43 stigum á liðunum. 

Stjarnan er með 14 stig eins og Tindastóll og Keflavík á toppi deildarinnar. KR er í fjórða sæti með tíu stig, eins og Njarðvík, Haukar og ÍR. 

Stjarnan - KR 110:67

Mathús Garðabæjar höllin, Urvalsdeild karla, 29. nóvember 2019.

Gangur leiksins:: 5:4, 18:10, 27:14, 32:17, 41:22, 42:28, 44:30, 48:38, 53:42, 62:44, 73:52, 80:58, 85:60, 93:64, 105:64, 110:67.

Stjarnan: Kyle Johnson 25/5 fráköst, Ægir Þór Steinarsson 24/8 fráköst/11 stoðsendingar, Nikolas Tomsick 22/5 stoðsendingar, Tómas Þórður Hilmarsson 17/10 fráköst, Hlynur Elías Bæringsson 11/19 fráköst, Arnþór Freyr Guðmundsson 6, Ágúst Angantýsson 5.

Fráköst: 37 í vörn, 9 í sókn.

KR: Michael Craion 27/8 fráköst/5 stoðsendingar, Kristófer Acox 10, Björn Kristjánsson 8/5 stoðsendingar, Jakob Örn Sigurðarson 8, Helgi Már Magnússon 4/4 fráköst, Sigurður Á. Þorvaldsson 3, Brynjar Þór Björnsson 3, Matthías Orri Sigurðarson 2, Jón Arnór Stefánsson 2.

Fráköst: 22 í vörn, 6 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Kristinn Óskarsson, Eggert Þór Aðalsteinsson.

Áhorfendur: 603

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert