Naumur sigur Keflvíkinga í Kópavogi

Daniela Wallen átti stórleik fyrir Keflavík.
Daniela Wallen átti stórleik fyrir Keflavík. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Keflavík vann nauman 75:71-sigur á Breiðabliki á útivelli í Dominos-deild kvenna í körfubolta í dag. Með sigrinum fór Keflavík upp að hlið KR í öðru sæti deildarinnar. 

Keflavík var sterkara liðið framan af og var staðan í hálfleik 42:36. Keflavík náði mest tólf stiga forskoti í seinni hálfleik, en Breiðablik neitaði að gefast upp og tókst að minnka muninn í tvö stig, 73:71. Keflavík skoraði hins vegar tvö síðustu stigin og tryggði sér sigurinn. 

Daniela Wallen átti stórleik hjá Keflavík og skoraði 32 stig, tók 15 fráköst og gaf 11 stoðsendingar. Þóranna Kika Hodge-Carr skoraði 14 stig. 

Danni Williams skoraði 31 stig fyrir Breiðablik og tók 17 fráköst og þær Telma Lind Ásgeirsdóttir og Þórdís Jóna Kristjánsdóttir skoruðu tólf stig hvor. 

Keflavík er með 14 stig, eins og KR í öðru sæti, en Breiðablik er með fjögur stig í sjöunda sæti.

Breiðablik - Keflavík 71:75

Smárinn, Úrvalsdeild kvenna, 01. desember 2019.

Gangur leiksins:: 8:6, 10:10, 13:20, 17:21, 25:29, 27:34, 27:38, 36:42, 43:47, 45:49, 51:53, 55:53, 62:61, 64:67, 67:72, 71:75.

Breiðablik: Danni L Williams 31/17 fráköst, Telma Lind Ásgeirsdóttir 12/4 fráköst, Þórdís Jóna Kristjánsdóttir 12, Björk Gunnarsdótir 7/4 fráköst, Paula Anna Tarnachowicz 6/9 fráköst, Eyrún Ósk Alfreðsdóttir 3.

Fráköst: 27 í vörn, 10 í sókn.

Keflavík: Daniela Wallen Morillo 32/15 fráköst/11 stoðsendingar/9 stolnir, Þóranna Kika Hodge-Carr 14/6 fráköst, Kamilla Sól Viktorsdóttir 8, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 7/6 fráköst, Anna Ingunn Svansdóttir 6, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 4, Irena Sól Jónsdóttir 3, Katla Rún Garðarsdóttir 1/5 fráköst.

Fráköst: 24 í vörn, 14 í sókn.

Dómarar: Jóhannes Páll Friðriksson, Georgia Olga Kristiansen, Sigurður Jónsson.

Áhorfendur: 45

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert