Skallagrímur upp að hlið KR og Keflavíkur

Skallagrímur vann góðan sigur á Snæfelli í kvöld.
Skallagrímur vann góðan sigur á Snæfelli í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Skallagrímur vann sinn þriðja sigur í röð og þann fimmta í síðustu sex leikjum í Dominos-deild kvenna í körfubolta er liðið lagði Snæfell á heimavelli, 76:65, í kvöld. Með sigrinum fór Skallagrímur upp að hlið KR og Keflavíkur í 2.-4. sæti. 

Eins og oft áður átti Keira Robinson stórleik fyrir Skallagrím og skoraði 35 stig, tók 11 fráköst og gaf 7 stoðsendingar og Maja Michalska skoraði 16 stig. Íslenskir leikmenn Skallagríms skoruðu samtals aðeins fimm stig. 

Rebekka Rán Karlsdóttir var sterk hjá Snæfelli með 20 stig og Emese Vida skoraði 13. Snæfell hefur tapað fimm síðustu leikjum sínum og er liðið í sjötta sæti með fjögur stig. 

Skallagrímur - Snæfell 76:65

Borgarnes, úrvalsdeild kvenna, 1. desember 2019.

Gangur leiksins:: 4:7, 7:15, 14:22, 20:25, 26:30, 31:30, 35:33, 43:35, 43:42, 49:45, 49:49, 53:49, 63:49, 65:52, 68:56, 76:65.

Skallagrímur: Keira Breeanne Robinson 35/11 fráköst/7 stoðsendingar/8 stolnir, Maja Michalska 16/4 fráköst, Emilie Sofie Hesseldal 10/9 fráköst/8 stoðsendingar/7 stolnir, Mathilde Colding-Poulsen 10, Arnina Lena Runarsdottir 3, Gunnhildur Lind Hansdóttir 2.

Fráköst: 24 í vörn, 6 í sókn.

Snæfell: Rebekka Rán Karlsdóttir 20/5 stoðsendingar, Emese Vida 13/19 fráköst, Anna Soffía Lárusdóttir 12, Gunnhildur Gunnarsdóttir 11/5 fráköst/5 stoðsendingar, Veera Annika Pirttinen 6/6 fráköst, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 3/6 fráköst.

Fráköst: 35 í vörn, 6 í sókn.

Dómarar: Rögnvaldur Hreiðarsson, Friðrik Árnason, Sigurbaldur Frimannsson.

Áhorfendur: 154

mbl.is